KR mætti Val í gær í lokaumferðinni í Símadeild kvenna. KR var búið að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn fyrir leikinn en Valsstúlkur voru í öðru sætinu og með hagstæðum úrslitum gátu þær tryggt sér það. Breiðablik vann lið Stjörnunnar 8-2 og skaust þar með upp í annað sætið þar sem Valur steinlá 9-0 fyrir KR! Þessi úrslit undirstrika yfirburði KR í sumar og var aðalbaráttan í leiknum í gær um gullskóinn. Olga Færseth skoraði tvö mörk í gær og endaði í 20 mörkum í 14 leikjum í Símadeild kvenna þetta sumarið. Ásthildur Helgadóttir skoraði þrjú mörk og endaði einnig með 20 mörk í sumar en hún skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum.
Hrefna Huld Jóhannesdóttir gerði einnig þrjú mörk í gær og endaði sumarið með 19 mörk. Þessar þrjár gerðu sem sagt 59 mörk fyrir KR í sumar í Símadeild kvenna en alls skoraði liðið 83 mörk.

Úrslitin í lokaumferðinni:
Breiðablik - Stjarnan 8-2
KR - Valur 9-0
Grindavík - FH 2-2
Þór/KA/KS - ÍBV 0-0

LOKASTAÐAN:
1 KR 39
2 Breiðablik 31
3 Valur 30
4 ÍBV 23
5 Þór/KA/KS 16
6 Stjarnan 11
7 FH 8
8 Grindavík 4

MARKAHÆSTAR:
20 - Olga Færseth, KR
20 - Ásthildur Helgadóttir, KR
19 - Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR
10 - Margrét Rannveig Ólafsdóttir, Breiðablik
8 - Eyrún Oddsdóttir, Breiðablik
8 - Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
8 - Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir, Valu