Liverpool Ég held með Liverpool og hef haldið með síðan ég var lítill polli eða svo. Uppáhaldsmaðurinn minn er auðvitað Michael Owen og Jersey Dedek. En það er bara svo mikill galli við þetta Liverpool lið að það er svo leiðinlegt að hofa á þá spila.

Ég meina þeir eru geðveikt góðir og geta unnið bestu lið í heimi og eru með bestu liðum í heimi en þeir spila svo leiðinlegan, varnarsinnaðan bolta að það er ekki eðlilegt. Ef til dæmis Man Utd er að keppa við eitthvað lið til dæmis Watford eða eitthvað þá vinna þeir þá svona 5-0 eða eitthvað á meðan Liverpool taka þá kannski 1 eða 2-0.

En hinsvegar eru þeir með rosalega góða vörn og hafa verið með bestu vörnina í deildinni í einhver ár og það er gott tölfræðilega séð en það er ekkert gaman að horfa á einhvern varnarleik alltaf.
Það eina sem þeir gera er að gefa svona háan bolta á Emile Heskey og hann skallar hann áfram á Owen og hann skorar en það virkar svo fáum sinnum. Þeir ættu bara að fá sér nýtt leikskipulag eða bara reka Hollier og Phil Thomson og fá sér einhvern mjög sóknarsinnaðan þjálfara, einhvern braselískan kannski.
En ég vona að þeir bæta úr þessu hjá stjórn Liverpool.