Kristján Guðmundsson hættir með Þór Kristján Guðmundsson, þjálfari Úrvalsdeildarliðs Þórs frá Akureyri, hættir með liðið að lokinni núverandi leiktíð eftir að hafa verið við stjórnvölinn í fjögur ár. Þetta var sameiginleg niðurstaða hans og knattspyrnudeildar Þór að sögn Árna Óðinssonar, formanns Þórs. Kristján hefur þjálfað Þórsara undanfarin fjögur ár. Hann hefur náð glæsilegum árangri með liðið, hann tók við því í 2. deild og stýrði því til sigurs í 1. deild í fyrra og hefur haldið um stjórnvölinn í sumar í Símadeildinni en þar er liðið í mikilli fallhættu.

“Það hefur enginn þjálfari skilað öðru eins starfi innan þessa félags, það fullyrði ég, en allt hefur sinn tíma,” sagði Árni í viðtali við Morgunblaðið í morgun og sagði forvígismenn Þórs ekkert vera farna að leita að eftirmanni Kristjáns. Nú er hugur þeirra allur við að halda liðinu í efstu deild.

Kristján á skilið knús frá öllum Þórsurum:)