Fylkir og ÍBV úr leik í Evrópukeppni félagsliða Í gærkvöld féllu tvö íslensk lið út úr Evrópukkeppni félagsliða en þau léku seinni leiki sína:

Eyjamenn komu sér vel fyrir í nýrri stúku á Hásteinsvelli og sáu ÍBV taka á móti AIK Solna frá Svíþjóð en AIK sigraði 2-0 í fyrri leik liðanna. Eyjamenn fengu óskabyrjun þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom þeim yfir á 3. mínútu eftir sendingu bæjarstjórans Inga Sigurðssonar. Þetta reyndist því miður eina mark ÍBV í leiknum. Mats Rubarth jafnaði fyrir Svíana nokkrum mínútum eftir mark Gunnars og Daniel Hoch bætti öðru marki við fyrir leikhlé. Hoch var aftur á ferðinni á 65. mínútu og innsiglaði 3-1 sigur AIK og 5-1 samanlagt. Sænska liðið kemst því áfram í 1. umferð UEFA-bikarsins.

Fylkismenn töpuðu á útivelli 3-1 fyrir belgíska liðinu Mouscron. Fylkir er því úr leik en Mouscron, sem vann samanlagt 4-2, kemst áfram. Steve Dugardein kom Belgunum yfir en Björn Viðar Ásbjörnsson jafnaði með glæsimarki fyrir Fylki en hann hefur nú skorað í öllum þeim keppnum sem Fylkir hefur tekið þátt í á árinu. Claude Bakadal og Christphe Gregoire skoruðu hin tvö mörk Moeskron.

Í kvöld, 30. ágúst, klukkan 21:00 verður sýnd á Blásteini í Árbæ upptaka af leik Mouscron og Fylkis. Fljótlega eftir leikinn fer í gang mikil karokee keppni á Blásteini og hafa ýmsir úr fararstjórn Fylkis gefið til kynna að þeir ætli sér stóra hluti þar…