Ítölsku liðin að rífa sig upp! Undanfarinn ár hefur ítölskum liðum ekkert gengið neitt sérstaklega vel í Evrópukeppnunum. Árið í fyrra var engin undartekning. En núna held ég og vona að þar verði breyting.
Seinast komst ítalskt lið í úrslit árið 1996 (Juve). En núna hafa liðin verið að styrkja sig mikið, sérstaklega Mílanó liðin 2.
AC Milan hefur t.d. fengið snillinga á borð við Rivaldo, Dario Simic, Sam Dalla Bona, Cristian Brocchi, Clarence Seedorf og Jon Dahl Tomasson. Inter hefur hinsvegar fest kaup á: Fabio Cannavaro, Fransesco Coco, Daniele Adani, Nicola Ventola, Matias Almeyda og Domenico Morfeo. Það er alveg ljóst að þessi lið ætla sér stóra hluti á komandi leiktíð. Ég held að AC Milan muni þó reyndar bara komast í milliriðla vegna þess að þeir rétt komust áfram eins og fram kom í grein hér á undan. Enn aftur á móti geta Inter, Roma og Juventus komist langt hvað þá ef ekki alla leið!!!

FORZA INTERNAZIONALE MILANO!