Í dag (29. ágúst) fór fram drátturinn í riðla í Meistaradeild UEFA 2002 og er óhætt að segja að G-riðill hljóti nafnbótina “Dauðariðillinn” að þessu sinni. Liðin sem þar drógust saman eru AC Milan, Bayern München, Deportivo La Coruna og svo loks franska liðið Lens. Juventus voru heppnari og fengu Dynamo Kiev, Newcastle og Feyenoord - sömuleiðis Internazionale sem drógust með Lyon, Ajax og Rosenborg. Ég er nú fyrirfram ekkert svakalega bjartsýnn fyrir hönd Milan; þeir rétt skriðu inn í riðlakeppnina gegn Slovan Liberec (samanlagt 2-2, Milan áfram á marki skoruðu á útivelli !!) og verða að taka sig saman ef þeir ætla að standa sig í þessum riðlarosa. Í dag ætla svo Adriano Galliani og Sergio Cragnotti að ræða færslu Alessandro Nesta til Mílanó. Gangi það eftir, ja….þá duga engar afsakanir lengur!
Forza Milan - siempre.