Eins og flestir vita sem fylgjast eitthvað með fréttum hefur verið fjallað um fjárhagsvandræði liða á Ítalíu.
Flest lið hafa verið að tapa fjárhæðum seinnustu ár en forsetar liðanna hafa bara grafið onní vasa sína og borgað það sem vantar t.d. Lazio en fyrirtækjum Cragnottis hefur ekki gengið vel uppá síðkasti og er lítið um peninga til að styrkja Lazio frá honum eins og sást á seinnustu leiktíð þegar merki fyrirtækis Cragnottis Del Monte fór af búningi liðsins og í staðinn kom merki Siemens til að reyna að fá inn peninga sem bráðvantar þar á bæ. En talið er líklegt að Lazio muni verða lýst gjaldþrota innan árs eins og gerðist með Fiorentina ef að Cragnotti getur ekki komið inn peningum sjálfur. Liðið hefur þurft að skila 3 leikmönnum vegna þess að þeir eiga ekki krónu fyrir þeim þeir eru Manfredini og Eriberto(sem er reyndar í djúpum skít vegna falsaðs vegabréfs) frá Chievo og Zauri frá Hellas Verona en liðið skuldar einnig vegna Stam, Cesars og Sorin. Lazio verður nú að reyna að koma út sínum dýru stjörnum s.s. Crespo og Nesta sem eru þeir líklegustu og borga skuldir með þeim peningum.
Eina liðið með fjárhaginn í lagi er auðvitað Juve sem var með hagnað upp á 7€ miljónir.
Parma borgaði 170% af tekjum sínum í laun sem er frekar mikið en Tanzi fjölskyldan borgar bara tapið upp en ef henni fer að leiðast þófið þá er Parma í vondum málum.