Mikið var nú gaman að lesa umsagnir úr fyrstu leikjum í ensku úrvalsdeildinni í DV í morgun eða hitt þó heldur. Það var skrifað um þrjá leiki og svo Chelsea leikinn bara vegna þess að Eiður Smári leikur með þeim. Það var ekkert skrifaður stafur um eina 3 leiki???? Ég veit það fyrir víst að þegar að menn hafa sótt um vinnu við að skrifa um íþróttir á DV hefur það haft mikið að segja ef viðkomandi heldur með Manchester United. Einu sinni var ekki nógu vel skrifað um MU og viðkomandi var skammaður af yfirmanni íþróttaskrifa hjá DV vegna þess. Tekinn á teppið ef svo má segja!

Hvað er um að vera hjá DV? Ætlið þið ekki að vera proffessional þarna þegar þið skrifið um enska boltann í vetur?

kær kveðja,

Dixie