Kluivert til Newcastle? Já Newcastle eru búnað vera að reyna að styrkja hópinn fyrir komandi átök í vetur. Þrátt fyrir að vera aðeins búnir að kaupa 2 leikmenn (Titus Bramble frá Ipswitch og Hugo Viana frá Sporting Lisbon) þá hafa þeir ekki selt neinn og eru til alls líklegir.
En nú var karlinn hann Patrick Kluivert að lísa yfir áhuga að koma í ensku deildina og þá sérstaklega Newcastle. Hann hefur verið hjá Barca í 5 ár og segir tími til kominn fyrir breytingar.
Ef þetta verður að raunveruleika þá yrði hann vissulega mikill styrkur fyrir mína, því þarna er einn færasti framherji heims á ferð.