Leikmannakaup Newcastle united Newcastle United hefur nú gengið frá kaupum á hinum margrómaða varnarjaxli Titus Bramble frá Ipswich town. Pilturinn, sem er aðeins 20 ára gamall, er sagður vera ein bjartasta von Englands enda voru flest stórlið Englands búin að skoða hann og var hann ofarlega á innkaupalista flestra enskra knattspyrnustjóra. Árið 1998 keypti newcastle einmitt Kieron Dyer frá Ipswich og eru Þeir Dyer og Bramble góðir félagar enda ólust þeir báðir upp í herbúðum Ipswich. Flestir Newcastle aðdáendur urðu hissa þegar að liðinu tókst ekki að landa Silvian Distin, sem að liðið var með í láni frá Paris st. german á síðustu leiktíð. Þó hófust vangaveltur um það hver myndi fylla í hans skarð hans í vörnini og þar kom Bramble til sögunar. Kaupverðið var 8,5 millj. punda.

Fyrr í sumar keypti Newcastle portúgalska miðjumanninn Hugo Viana frá sporting Lisbon. Viana er aðeins nítján ára gamaall(fæddur 1983) en hefur nú þegar spila fjóra landsleiki með A landsliði Portúgals. Þykir pilturinn einkar efnilegur og hlaut meðal annars nafnbótina, besti ungi leikmaður Evrópu og einnig bjartasta von portúgals. Við Newcastle aðdáendur fengum því miður ekki að sjá strákinn spreyta sig á nýliðinni heimsmeistarakeppni, en hann gat ekki spilað sökum meiðsla. Kaupverðið var 8,5 millj. punda.

Við vonum innilega að Bobby Robson haldi áfram að að fá til sín góða leikmenn til að hjálpa þessu stórkemtilega liði að gera stóra hluti á komandi leiktíð.