Hvað er Chelsea að pæla? Núna er ég að pæla hvað Chelsea er að pæla, ætla að selja Eið Smára, Hasselbaink og Petit. Ég meina hverjum er ekki nett sama þótt að þeir skuldi 97 milljónir punda þeir eiga eftir að falla ef þeir kaupa ekki neinn og selja Petit, Eið og Hasselbaink, svo eru þeir búnir að selja Sam Dalla Bonna. Þeir hljóta að eiga einhvern annan en þá sem að er dýr en ekki svona mikilvægur. Hvernig væri að selja Mario Stanic eða Jesper Grönkjær? Þeir eru ekki eins góðir en eru samt einhverra milljóna virði. Núna vil ég vita hvað ykkur, ágætu hugarar, hvað ykkur finnst um væntanleg kaup og sölur hjá þessu stórliði.