Skagamenn spiluðu gegn Þór Akureyri fyrir norðan í gær. Þetta var fyrsti leikurinn í 10.umferð Símadeildarinnar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir ÍA en það urðu síðan lokatölurnar. Varnarmaðurinn Hjálmur Dór Hjálmsson skoraði fyrra markið á 28. mínútu og hver annar en Bjarki Gunnlaugsson bætti við öðru á 37.mínútu. ÍA hafði tökin á leiknum í fyrri hálfleik. Það var sáralítið um markvisst spil hjá Þórsurum sem opnaði vörn andstæðinganna. Hlutskipti liðsins var því að tapa þessum leik og var sigur ÍA harla sannfærandi. Athygli vakti að Örlygur Þór Helgason var settur í fremstu víglínu ásamt Orra Frey en Jóhann lék fyrir aftan þá á miðjunni eða á vinstri væng.

Hjá ÍA spiluðu Pálmi Haraldsson og Bjarki Gunnlaugsson vel á miðjunni og framlínan var hreyfanleg og ógnandi. Bjarki hefur skorað í öllum fimm deildarleikjum sínum frá því hann gekk til liðs við ÍA í síðasta mánuði og er nú markahæstur í deildinni ásamt fjórum öðrum. Skagamenn hafa snúið blaðinu við eftir að Bjarki kom til þeirra. Þeir sátu á botninum með 2 stig og þrjú mörk skoruð eftir fyrstu fimm leikina, en nú, fimm leikjum síðar, eru þeir komnir í 4. sæti deildarinnar með 14 stig og eru markahæsta lið deildarinnar með 19 mörk.

Þór - ÍA 0-2
0-1 Hjálmur Dór Hjálmsson (28)
0-2 Bjarki Gunnlaugsson (37)

MARKAHÆSTIR:
6 - Bjarki Gunnlaugsson, ÍA
6 - Grétar Hjartarson, Grindavík
6 - Sævar Þór Gíslason, Fylkir
6 - Jóhann Þórhallsson, Þór A.
5 - Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV
5 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR