FH á botninum Um 600 áhorfendur mættu á Hásteinsvöll í gær þar sam ÍBV mætti FH. Hafnfirðingar fengu fyrsta færið þegar Birkir Kristinsson varði glæsilega frá Baldri Bett. Á 20.mínútu fékk ÍBV gott færi en Daði Lárusson í marki FH sá þá um tilþrifin. Þegar hálfleikurinn var u.þ.b. hálfnaður náðu Eyjamenn forystunni verðskuldað þegar Bjarni Geir Viðarsson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Bjarnólfs Lárussonar og viðkomu í Unnari Hólm. Allt annað var að sjá til FH-liðsins í seinni háfleik og fengu þeir nokkur góð færi en Valdas Trakys fékk það besta en Birkir var í stuði. Á seinustu mínútunni innsiglaði svo Gunnar Heiðar Þorvaldsson sigur ÍBV með skalla sem kom eftir sendingu Atla Jóhannssonar. Góður ÍBV sigur 2-0.

Það er spurning hvort að álagið sé eitthvað að bitna á leik FH-inga en það er mjög líklegt. Þeir eru búnir að vera á fullu í deildinni, bikarnum og einnig í Intertoto keppninni. Á Laugardag mæta þeir einmitt Villareal í Kaplakrikanum í seinni leik liðanna í Intertoto en fyrri leikurinn fór 2-0 á Spáni. Það er viðtal við Sigurð Jónsson í íþróttablaði Moggans í morgun þar sem hann segir m.a. þetta: “Það er barátta upp á líf og dauða framundan hjá okkur í deildinni”, orð að sönnu.

ÍBV – FH 2-0
1-0 Bjarni Geir Viðarsson (28)
2-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson (90)