Samkvæmt heimasíðunni koptalk.com er Leeds búið að samþykkja 9 milljóna punda boð Liverpool í miðjumanninn Lee Bowyer. Þar sem Bowyer á 12 mánuði eftir af samningnum sínum getur Leeds ekki annað en tekið tilboðinu svo að þeir missi hann ekki á frítt næsta sumar. Liverpool gæti fengið hann í desember en Houllier vill fá hann í meistaradeildina líka. Bowyer er 25 ára og hefur verið hjá Leeds í 6 ár. Það er svo spurning hvort hann haldi sér frá vandræðum en kauði hefur víst gaman að sparka í asíska háskóladrengi.

Annar leikmaður sem Liverpool hefur verið að bjóða í er hinn fríði vængmaður Damien Duff hjá Blackburn. Duff hefur verið lengi orðaður við Liverpool en þó sérstaklega eftir frammistöðu hans í HM þar sem hann fór illa með Spánverjana hvað eftir annað. Eftir að Liverpool var orðað sterklega við hann komu Man Utd. menn (hverjir aðrir?) og vildu allt í einu bera víurnar í litla hnokkann. Verðið sem hefur verið talað um er 25 milljónir punda en Houllier myndi í hæsta lagi bjóða 11-13 milljónir í hann þar sem hann á ekki langan tíma eftir á samningnum sínum. Forráðamenn Blackburn ætluðu að setjast við samningaborðið með kallinn eftir sumarfrí en ef hann vill ekki framlengja er nokkuð víst að þeir vilji fá einhvern pening fyrir hann. Duff er 23 ára og er alinn upp hjá Rovers.

Sem Liverpool aðdáandi þætti mér miður að sjá Lee Bowyer til Liverpool. Vissulega berst hann og gefur ekki þumlung eftir en hann á það til að fara í mongó-kast (Alan Smith kast, þið ráðið) og brjóta af sér á fáránlegan hátt eða lenda í slagsmálum á vellinum (kauðinn er gefinn fyrir það) og hef ég hatað hann í nokkur ár út af þessum stælum í honum, og náttúrulega fyrir að berja á asískum háskóladrengjum.
Hins vegar myndi ég rifna af gleði ef Damien Duff myndi koma. Hann er frábær kantmaður og er með þá hæfileika að breyta leik á svipstundu með góðum hlaupum og stórhættulegum fyrirgjöfum. Hann hefur líka sýnt það að hann getur alveg spilað hægri kant. Ég meina hey! Cruyff hafði vinstrifótarmenn hægra megin og öfugt.

Aight, ég er búinn að skrifa nóg
“I would never do crack… I would never do a drug named after a part of my own ass, okay?”