Jæja, er nú ekki kominn tími á að kíkja hvað er að gerast í einhverjum öðrum deildum en Símadeildinni? Ég held það.

>>>
SÍMADEILD KVENNA
Eyjastúlkur komu öllum á óvart og unnu KR í Vesturbænum í seinustu umferð 2-4. Valur náði toppsætinu með 3-0 sigri á Grindavík. Samt býst ég fastlega við því að KR verði meistarar, annað væri slys. Það kemur ekkert á óvart að Olfa Færseth er markahæst í deildinni en hún hefur sett átta.

1 Valur 6 - 16
2 KR 6 - 15
3 Breiðablik 6 - 12
4 ÍBV 6 - 9
5 Þór/KA/KS 6 - 6
6 Stjarnan 6 - 5
7 FH 6 - 4
8 Grindavík 6 - 3

Næstu leikir:
mið. 10. júl. - 20:00 Valur - KR
mið. 10. júl. - 20:00 FH - Grindavík
mið. 10. júl. - 20:00 Stjarnan - Breiðablik
fim. 11. júl. - 20:00 ÍBV - Þór/KA/KS
sun. 14. júl. - 14:00 Stjarnan - Grindavík
sun. 14. júl. - 14:00 KR - Þór/KA/KS

>>>
1.DEILD KARLA
Á ÍR-vellinum í gær komu Valsmenn í heimsókn og báru 2-0 sigur úr býtum. Valur hefur sjö stiga forystu í deildinni en fyrir neðan þá er ansi hörð barátta. Afturelding gerði 4-4 jafntefli við Stjörnuna seinast og eru í öðru sæti. Í þriðja sæti eru Blikar en þeir unnu Leiftur/Dalvík í seinasta leik. Það verður að segjast eins og er: Sindramenn eru mjög líklegir til að falla.

1 Valur 8 - 22
2 Afturelding 8 - 15
3 Breiðablik 8 - 13
4 Haukar 8 - 11
5 Þróttur R. 8 - 11
6 Stjarnan 8 - 11
7 Leiftur/Dalvík 8 - 9
8 Víkingur R. 8 - 8
9 ÍR 8 - 6
10 Sindri 8 - 4

Næstu leikir:
fim. 11. júl. 20:00 Valur - Stjarnan
fös. 12. júl. 20:00 Breiðablik - Þróttur R.
fös. 12. júl. 20:00 Víkingur R. - Haukar
fös. 12. júl. 20:00 Afturelding - Leiftur/Dalvík
lau. 13. júl. 14:00 Sindri - ÍR

>>>
2.DEILD KARLA
VÁ hvað Skallagrímiur eru lélegir! Það er bara spurning hvaða lið fellur með þeim, ég tippa á Létti. Nýliðarnir tveir skipa toppsætin og sýnist mér miklar líkur á því að þeir komist upp, allavega myndi ég þora að veðja á það.

1 HK 8 - 22
2 Njarðvík 8 - 17
3 KS 8 - 14
4 Selfoss 8 - 13
5 Völsungur 8 - 12
6 Víðir 8 - 12
7 Tindastóll 8 - 9
8 Léttir 8 - 9
9 Leiknir R. 8 - 7
10 Skallagrímur 8 - 0

Næstu leikir:
mið. 10. júl. - 20:00 Selfoss - HK
mið. 10. júl. - 20:00 Völsungur - Tindastóll
fim. 11. júl. - 20:00 Léttir - Leiknir R.
fim. 11. júl. - 20:00 Njarðvík - Víðir
lau. 13. júl. - 14:00 KS - Skallagrímur
lau. 13. júl. - 14:00 Völsungur - HK

Þakka lesturinn!