Núna er Kjarri(kamalflos) búinn að gera ítarlega grein fyrir bestu Sóknarmönnum ensku deildarinnar núna er komið að fleirri stöðum. T.d. miðjumönnum. Mikill skortur er á miðjumönnum frá englandi og þá helst örfættum miðjumönnum en þeir eru oftast útlendingar í mörgum liðum.
Erfitt er að velja besti miðjumennina en þessir skara Meðal annars fram úr:
Ryan Giggs: Einn öflugasti vinstrifótar maður í heimininum og því miður ekki englendingur því mikill skortur er á enskum vinstrifótamönnum. Giggs er mjög teknískur snöggur og kemur með góðar fyrirgjafir. Öll lið væru til í að hafa einn Giggs í liðinu sínu.
David Beckham: Annar manchester maður og ekki sá seinasti í þessari upptalningu. Beckham er sá besti í aukaspyrnum og fyrigjöfum í þessari deild. Beckham er ótrúlegur leikmaður sem enginn fær stöðvað. Hann er sá leikmaður sem á flestar stoðsendingar I´ensku deildinni.
Patrick Viera: Er mjög vinnusamur leikmaður sem öll lið vilja hafa. Skapið fer stundum með hann og á það til að fá rauð spjöld. En allir þurfa á þannig jaxli að halda.
Roy Keane: Þriðji Manchester maðurinn mjög líkur Patrick Viera vinnusamur leikmaður sem lætur skapið fara með sig, annar leikmaður eins og þeir tveir er Dennis Wise og Oliver Dacourt. Roy Keane er leikmaður sem skorar ekki mikið en þegar hann skorar þá eru mörkin mikilvæg.
Paul Scholes: Einn sá sterkasti hér á meðal og hann skorar mikið af mörkum. Hann er snöggur, sterkur í loftinu,teknískur og skotfastur sem gerir það að verkum að hann skorar mikið. Mikilvægur hlekkur í enska landsliðinu.
Harry Kewell: Annar vinstri fótarmaður en líkt og Giggs ekki englendingur þessi ungi ástrali á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann er snöggur, skotviss, góður aukaspyrnusérfræðingur og á góðar fyrigjafir. Hann er lykilmaður í leedsliðinu.
Lee Bowyer: sterkur leikmaður í leedsliðinu á mjög misjafna leiki en stendur venjulega fyrir sínu. Hann er framtíðarmaður í landsliði englands
Kieron Dyer: einn sá efnilegasti í deildinni hann hefur fengið tækifæri hjá landsliðinu og tekist ágætlega upp. Einn af framtíðaleikmönnum enska landsliðsins.
Seth Johnson: Án efa efnilegasti enski vinstri fótarmaðurinn. Hann hefur verið að spila vel með Derby síðan hann var keyptur frá Crewe og verið að gefa mikið af stoðsendingum. Því miður eru Derby menn ekki að nýta færinn sem Seth gefur þeim.
Steven Gerrard: Ungur og efnilegur en fær alltof fá tækifæri hjá Liverpool. Hann er leikmaður sem á heima í byrjunarliðinu.