KA tók á móti Keflvíkingum í Símadeildinni á sunnudagskvöld. Varnarleikur Keflvíkinga var hreinlega í molum og tók það heimamenn aðeins fjórar mínútur að komast yfir en þar var að verki Hreinn nokkur Hringsson. Tveimur mínútum síðar vann Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA, tæklingu. Boltinn sveif í háum boga um 40 metra leið og inn í markið, 2-0. Á þrettándu mínútu náðu Keflvíkingar að minnka muninn þegar Georg Birgisson gaf háa sendingu inn í vítateig KA. Sólin blindaði Þórð markvörð og Adolf Sveinsson skallaði boltann örugglega í netið. Fimm mínútum fyrir leikhlé skoraði Þorvaldur M. Sigbjörnsson glæsilegt mark eftir að Ásgeir Már Ásgeirsson renndi knettinum á hann úr aukaspyrnu. Lokamarkið í 4-1 sigri KA manna kom á 65.mínútu þegar Hreinn skoraði annað mark sitt með óverjandi skoti.

Með frammistöðu sinni þá náði Hreinn að lækka mikið af þeim óánægjuröddum sem hafa gagnrýnt hann mikið það sem af er sumri. Keflvíkingar áttu í erfiðleikum allan leikinn og eru væntanlega mjög ósáttir með þetta 4-1 tap. Kjartan Másson er engum líkur og lét þessi orð fjúka í viðtali við Morgunblaðið: “Hausinn er ekki í lagi. Það er ekki um annað að gera en að breyta því”.