Í dag á vísi.is var grein um að Eiður Smári Guðjohnsen væri
á óskalista Joe Royle framkvæmdastjóra Man City. Það vita það
allir að Eiður hefur fengið fá tækifæri en ég tel samt ólýklegt
að hann sé á förum því hann var fyrst og fremst keyptur með
langtíma fjárfestingu í huga enda gerði hann fimm ára samning
við félagið. Það sem styður þetta er líka sú staðreynd að liðið
er skipað eldri leikmönnum sem komnir eru margir hverjir á fertugs-
aldur (þ.e. yfir 30ár). þannig að hann er að mínu mati ekki á
leiðinni neitt… eða hvað?