Úrslit kvöldsins (Grindavík fékk skell gegn Þór) Þrettán mörk voru skoruð í þremur leikjum í Símadeildinni í kvöld. Áttunda umferðin hófst með þessum leikjum og ekki vantaði fjörið.

Á KR-vellinum léku KR og Fylkir og fylgdist ég með gangi mála á Sýn. Leikurinn var bráðskemmtilegur og gaman að því hvað Hörður Magnússon lifði sig inn í leikinn í lýsingu sinni. Sigurður Ragnar var fjarri góðu gamni í KR-liðinu og það kom niður á leik liðsins. Á 38.mínútu skoruðu KR-ingar sjálfsmark og var þar að verki Sigþór Júlíusson. Theodór Óskarsson fékk sendingu frá Steingrími Jóhannessyni en boltinn fór í höfuð Sigþórs og inn. Ég skráði samt markið á Theodór. KR fékk nokkur mjög góð færi eftir þetta og skoruðu m.a. alveg löglegt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu! Ég gat ekki séð að það hafi verið réttur dómur. Varnarmaðurinn Gunnar Einarsson jafnaði metinn fyrir KR átta mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Það tók Bjarka Gunnlaugsson aðeins tvær mínútur að koma ÍA yfir í leik á móti ÍBV sem ég bjóst við að myndi verða mjög spennandi en annað kom á daginn. Markahrókurinn Hjörtur Hjartarsson kom ÍA í 3-0 með tveimur mörkum og á 80.mínútu skoraði Hermann Geir Þórsson og kom Skagamönnum í 4-0. Eru þeir að komast á skrið? Ég bara spyr. Gareth Graham náði aðeins að laga stöðuna fyrir ÍBV í restina en niðurstaðan glæsilegur 4-1 sigur ÍA.

Óvæntustu úrslit kvöldsins urðu í Grindavík þar sem heimamenn steinlágu fyrir nýliðum Þórs 2-4. Gunnar Konráðsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir 10 mínútna leik fyrir gestina og Orri Freyr Hjaltalín bætti svo tveimur mörkum við á meðan heimamenn vissu ekki í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Óli Stefán Flóventsson minnkaði muninn fyrir Grindavík en aðeins fjórum mínútum síðar kom Jóhann Þórhallson Þórsurum aftur í þriggja marka forystu. Lokamarkið skoraði svo Sinisa Kekic en úrslitin urðu 4-2 fyrir Þór. Mjög óvænt.

KR 1:1 Fylkir
0:1 Theódór Óskarsson 38. mínútu
1:1 Gunnar Einarsson 82. mínútu

ÍA 4:1 ÍBV
1:0 Bjarki Gunnlaugsson 2. mínútu
2:0 Hjörtur Hjartarson 27. mínútu
3:0 Hjörtur Hjartarson 47. mínútu
4:0 Hermann Geir Þórsson 80. mínútu
4:1 Gareth Graham 90. mínútu

Grindavík 2:4 Þór
0:1 Gunnar Konráðsson 9. mínútu
0:2 Orri Freyr Hjaltalín 34. mínútu
0:3 Orri Freyr Hjaltalín 50. mínútu
1:3 Óli Stefán Flóventsson 60. mínútu
1:4 Jóhann Þórhallsson 64. mínútu
2:4 Sinisa Kekic 66. mínútu