Samkvæmt heimildum ManUtd.is er Juan Sebastian Verón á förum frá Manchester United til Lazio nú í sumar.
“Ég hef líka heyrt að Veron sé farinn,” sagði heimildamaður okkar í samtali sem við áttum við hann fyrr í kvöld.
“United þarf að borga slatta fyrir Rio, og þeim finnst Seba ekki hafa bætt liðið þrátt fyrir alla peningana.”
“Þá skilst mér að pælingin sé að fá Nesta með Rio, og láta Veron til baka, Lazio skuldar okkur hvort eð er meirihlutann ennþá.”
“Svo er spurning með trúðinn í markinu, hann gæti horfið á braut líka. En það er meira undir honum sjálfum komið.”
“Ferguson vill halda honum, en það er áhugi í Frakklandi fyrir honum, og mér skilst hann sé með heimþrá.”

En hver á að taka við af Barthez?
“Sörensen er efstur á lista.”
“Annars er þetta allt saman vangaveltur.”
“Þetta kemur allt í ljós, en ég er nokkuð viss um að við náum Rio, vonandi Nesta líka”
“Silvestre er búinn að samþykkja nýjan samning.”

En Verón er s.s. á leið til Lazio?
“Það er ekkert öruggt í því, en United menn vita að Cragnotti mun nota hann sem beitu ef United vill Nesta.”

Einnig hefur heyrst að Hernan Crespo gæti komið til Manchester United, en svar heimildamanns okkar við því var einfalt:
“No way,” en síðan hélt hann áfram.
“Ég á samt von á topp framherja.”
“Hann (Sir Alex) gefur ekkert uppi um það en mér er sagt að hann þykist vera búinn að finna þann rétta.”

Við báðum heimildamann okkar einnig að segja örfá orð um fréttapakka dagsins og byrjuðum á Mourah Meghni.
“Mourad er snillingur, ég veit að Sir Alex er mikið búinn að reyna að ná honum.”
“Hann er búinn að vera frystur hjá Bologna, ég á ekki von á að hann komi til okkar til að sitja á bekknum í besta falli.”

En viðbrögðin við frétt okkar um Senegalann Papa Diop voru hins vegar ekki jafn jákvæð.
“oh my god”
“Ég er aldrei hrifinn af svona HM undrum, samanber Poborsky.”

Viðmælandi kannaðist ekki við franska bakvörðinn Escude, fremur en við, en sagði þó:
“Karlinn hefur ótrúleg sambönd í Frakklandi. Kæmi mér ekkert á óvart að hann myndi fara að kippa svona einum og einum sem enginn þekkir þaðan.

Orðrómur hefur verið á kreiki um að Eiður Smári Guðjohnsen sé á förum frá Chelsea, jafnvel til Manchester United.
”Hehe, ég var nú að tala við Eið Smára fyrir helgina.“
”Ferguson er ekki enn búinn að fyrirgefa Fartin Martin (Edwards) þegar hann stoppaði kaupin á Eiði fyrir 5 M um árið.“
”Þegar hann var hjá Bolton voru þeir að leita að sóknarmanni og Les Kershaw, þáverandi yfirnjósnari, fylgdist með honum hjá Bolton í 10 leikjum í röð.“
”Les var gjörsamlega heillaður og sagði Ferguson að kaupa hann.“
”Martin vildi bara borga 1.5 M fyrir Eið, og Chelsea stal honum. Ég græt mig enn í svefn út af þessu, Eiði finnst þetta bara fyndið.“

En um Rivaldo sagði heimildamaður okkar þetta:
”Rivaldo tel ég fjarstæðukennt, United kaupir ekki svona gamlingja á himinháa prísa."