Ég hef fylgst nokkuð vel með þeirri umfjöllun sem góð byrjun Keflavík hefur fengið (enda mitt lið) og það virðast allir vera nokkuð sammála um eitt atriði þeas að Kjartan Másson er að gera mjög góða hluti með þetta lið. Þetta er bull!!!
Kjartan Másson er sennilega hælileikalausasti þjálfari í efstudeildinni og þó neðar væri leitað. Ég er laungu orðinn þreittur á þessu endalausa hrósi sem maðurinn er að fá því ástæðan fyrir góðu gengi liðsins er önnur og í raun miklu einfaldari, leikmennirnir eru bara svona góðir.
Sem dæmi um þjálfunarhæfni Kjartans er t.d. hægt að nefna það að nokkrir strákar sem fóru yfir til Njarðvíkur fyrir sumarið höfðu orð á því hvað það væri skrítið að fara niður um tvær deildir og komast í mun betra æfingarprógram. Annað dæmi er það sem Kjartan sagði eftir leik KR og Keflavíkur. Hann vildi meina að hin mikla breyting sem varð í hálfleik (KR átti fyrri hálfleik og Keflavík seinni) hefði verið því að þakka að leikmenn hefu loksins farið að gera eins og hann hafði sagt þeim, þeas gefa upp í hornin. Glöggir áhorfendur sáu þó að þetta var nákvæmlega það sem þeir voru að reyna í fyrri hálfleik. Ástæðan fyrir betra gengi eftir hlé var tvöföld skipti í hálfleik þar sem hann setti menn inná sem enginn vissi hvað voru að gera á bekknum fyrir tvo sem vissu greinilega ekki hvað þeir voru að gera inná.
Að lokum langar mig að segja að ég kannast sjálfur við Kjartan og kann í raun ágætlega við hann, ég þoli hinsvegar ekki lengur að hann sé að fá hrósið fyrir góðu gengi Keflvíkinga. Það eru strákarnir ellefu sem eru að gera góða hluti ekki gamli öskurapinn.

Grolsch