Clarence Seedorf, leikmaður Inter Milan hefur fært sig um set í Mílanóborg og gengið til liðs við erkifjendurna í AC Milan. Seedorf fékk lítið sem ekkert að spila með Inter Milan á síðasta keppnistímabili. Seedorf er á lægri launum í liði AC Milan en hann var hjá Inter en hann fær að spila meira og það var meginástæðan fyrir flutningnum.

AC Milan tryggði sér naumlega þátt í Meistaradeild Evrópu í lokaumferðum Ítölsku deildarinnar. En auk Milan fara Inter, Juventus og Roma í meistaradeildina.


Hvernig væri svo aðeins að hressa upp á þetta áhugamál!
__________________________