Mér varð á að líta á töfluna í deildinni og mér var brugðið.
Ég er ekki alveg að kópa þessa stöðu sem upp er komin en hún
er athyglisverð í meira lagi, Udinese og Atalanta í efstu sætum!
Ég spyr hvar eru stóru liðin, ókei ég veit að tímabilið er rétt
ný byrjað og allt það en come on það er eitthvað bogið við þetta
eða hvað? Er það að sannast að barátta skilar sér betur en milljóna
stjörnur sem gera ekkert nema að sýna takta einstaka sinnum sem
er ekki að skila nema sáralitlu og á kostnað heildarinnar. Hvað
finnst ykkur er baráttan að skila meiru en einstaklingsframtakið?