Netmiðillinn tribalfootball.com greinir frá því í dag að ítalska stórliðið Roma hafi boðið enska liðinu Chelsea 1,2 milljarða króna fyrir Eið Smára Guðjohnsen en að enska liðið hafi hafnað tilboðinu. Segir enn fremur í fréttinni að Chelsea vilji fá um 1,6 milljarða fyrir sóknarmanninn og því þurfi Rómarliðið að hækka tilboð sitt nokkuð.
Eiður Smári hefur um nokkurt skeið verið orðaður við ítalska stórliðið og segir á tribalfootball.com að þetta sé í annað skiptið sem Chelsea hafni tilboði frá Roma í Eið Smára. Í fyrra skiptið á ítalska liðið að hafa boðið því enska Argentínumanninn Gabriel Batistuta sem hluta af kaupverðinu en Chelsea hafnaði því hins vegar vegna launakrafna Argentínumannsins og vegna þess að hann er 10 árum eldri en Eiður Smári.

Ætli hann endi ekki hjá Roma eftir allt saman og þetta orðið til þess að þeir selji einhvern af sínum sóknarmönnum hef ég mikla trú og kannski það verði bara að veruleika að Totti komi til okkar í sumar.
Aftur á móti er það spurning hvernig Eiður myndi standa sig í Ítalska boltanum en mín trú er sú að það tæki hann svona um hálft ár að vinna sér fast sæti í þessu Róma liði.
Gæti orðið léttara fyrir hann ef bæði Totti og Bati yrðu seldir þá yrði hann mjög líklega komin í byrjunarliðið strax í haust hjá þeim.
Svo er spurning hvernig Chelsea reynir að bæta sóknina hjá sér vegna þess að hann Eiður hefur nú verið frekar mikilvægur fyrir þá í vetur að mínu áliti og eflaust eru flestir sammála mér í þessu.
Gaman að fyrir landið okkar að eiganast atvinnumann hjá toppliði á Ítalíu og ég verð nú að segja það að mér finnst Roma vera mun meiri toppklúbbur heldur en Chelsea getur nokkurn tíma orðið.
Svo eru þeir líka í CL á næsta ári á meðan Chelsea er í UEFA og það gæti alveg freistað Eiðs að vilja spila á meðal þeirra bestu