Liverpool búnir að kaupa sóknarmann Liverpool hafa staðfest að þeir hafa fest kaup á El Hadji Diouf sóknarmanni frá Lens. Hann er einmitt þessa dagana að spila fyrir Senegal á HM og var valinn af FIFA sem maður leiksins á móti Frakklandi. Diouf var leikmaður Afríku á síðasta ári og þykir mjög efnilegur. Á síðasta tímabili hjá Lens þá skoraði hann 12 mörk í 25 leikjum.

Þessi kaup koma mér eilítið á óvart því að það er ekki langt síðan Houllier lofaði því að keypt yrði “stórt nafn” sóknarmaður í sumar. Ekki það að ég hafi eitthvað lítið álit á Diouf þá er hann bara ekki neitt sérstaklega “stórt nafn”.

Diouf er 3 leikmaðurinn sem Houllier kaupir í sumar og eru nú flestir farnir að velta fyrir sér hvaða leikmenn fari frá Liverpool núna í sumar, því að líklega verður bara einn leikmaður enn keyptur og það mun líklega vera varnarmaður.