ÍA - Grindavík var leikinn í gær á skaganum. Hann fór 1 - 3 fyrir Grindavík sem er með þessum sigri komið í annað sæti Símadeildarinnar með 5 stig, 2 stigum á eftir Keflavík sem sigruðu Fylki 3 - 1 í Keflavík, en ÍA, meistararnir frá því í fyrra eru ekki með neitt stig eftir þrjár umferðir og hafa tapað 0 - 1 fyrir Þór, 3 - 1 fyrir KR og 1 - 3 fyrir Grindavík í gær.
Þetta var skemmtilegur leikur og Grétar Ólafur Hjartarson úr Gringavík skoraði þrennu en hann skoraði mörkin á fyrstu mínútu, þeirri 10. og það síðasta á 60. mínútu. En skagamenn náðu að klóra í bakkann með marki frá Grétari Rafni Steinarssyni á 66. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki og Grindvíkingar fóru heim með stigin þrjú.
Hver hefði haldið að meistarar ÍA hefðu verið í síðasta sæti eftir 3 umferðir og það án þess að hafa eitthvað stig, örugglega fáir,
þrátt fyrir að ÍA hafi sótt eiginlega jafnmikið og Grindavík vantaði eitthvað uppá, kannski er það bara að ÍA er ekki með svo gott lið eftir allt saman og átu ekki skilið að vinna titilinn á síðasta ári. Það er skrítið því að það hafa ekki verið gerðar svo miklar breytingar á liðinu en þeir eru að fá skoskættaða Íslendinginn Baldur Bett sem ætti að geta hrist eitthvað í ÍA liðinu. Hann er sagður vera nokkuð góður þrátt fyrir ungan aldur.
Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA sagði í lok leiksins að liðið skorti drifkraft, áræðni og þor, og mörk finnst mér. Eini leikmaður ÍA sem hefur verið að skila sínu hlutverki er Gunnlaugur Jónsson varnarmaður og besti maður deildarinnar í fyrra.
Næsti leikur ÍA er á heimavelli á móti FH sem sigraði KR í frekar leiðinlegum leik. Ætli ÍA men hisji upp um sig buxurnar og byrji að skora og vinna leiki. Auk þess hafa Íslandsmeistarar aldrei byrjað svona illa síðan KA árið '89 en þá töpuðu þeir fyrstu 4 leikjunum.

Afsakið Stafsetningarvillu
ég er ekki bara líffæri