Chelsea við sama heygarðshornið eða hvað? Forráðamenn Evrópumeistaraliðs Real Madrid hafa samþykkt tilboð frá enska liðinu Chelsea þess efnis að Geremi Njitap, landsliðsmaður frá Kamerún, verði seldur til Lundúnarliðsins fyrir rúmlega 1,1 milljarð ísl. kr. Flavio Conceicao frá Brasilíu mun einnig halda frá spænska liðinu til þess enska á næstu dögum, en hann verður lánaður til liðsins í eitt ár og geta Englendingarnir keypt leikmanninn að loknum þeim tíma.
www.mbl.is

Sá þessa frétt á mbl.is rétt áðan og Chelsea menn eru við sama heygarðshornið en það er fjölga útlendingum hjá sér eins og venjulega.
Þetta eru svo sem engir ægilegir snillingar sem eru þarna á ferðinni eftir því sem ég kemst næst. Samt strákar sem gætu alveg kannski sloppið í þetta Chelsea lið.
Conceicao er varnartengiliður og hlýtur að eiga keppa við hinn franska Petit um stöðu í liðinu. Þessi leikmaður er víst hinn vesti skaphundur eftir því sem ABC segir á Spáni og þeir líkja honum við hinn bráð fúla brasilíska leikmann sem nefndur er Djalminha og sé það satt verði þeim bara að góðu þarna á Brúnni.

Njitap er alveg ágætisleikmaður en hefur ekki átt mikið erindi í lið Real og ef ég man rétt þá kom hann frá Tyrklandi og hefur líka tyrkneskt ríkisfang.
Þessi strákur gæti alveg staðið sig ágætlega en hann er talin mjög sterkur líkamlega og búa yfir alveg ágætishraða.