það verða þrír leikir í kvöld og einn leikur á morgun en leikirnir sem eru í kvöld eru FH - KR, ÍA - Grindavík, Keflavík - Fylkir og leikurin á morgun er grannaslagur Akureyrarliðanna KA - Þór.

FH - KR verður nokkuð spennandi þar sem að FH-ingar verða nánast að vinna til þess að blanda sér í toppbaráttuna, FH-ingar hafa alla burði til þess á leiksýrslunni en það hefur eitthvað vantað hjá þeim þótt að ekki hafi mörkin vantað í síðasta leik. Kannski er það vörnin eða markið. Hinsvegar hafa KR-ingar mikla breidd í hópnum og geta auðveldlega skipt inn á góðum mönnum ef að það þarf.
KR-ingar hafa líka sjálfstraustið með sér því að þeir sigruðu meistarana í síðast og gerðu jafntefli við Grindavík sem var leikur sem þeir hefðu átt að vinna.
Ég spái KR sigri 0 - 2

ÍA - Grindavík er leikur sem er leikur umferðarinnar, þetta er sannkallaður 6 stiga leikur, bæði liðin þurfa á sigri að halda þó sérstaklega ÍA menn sem er í neðsta sæti deildarinnar með ekkert stig. ÍA er á heimavelli sem mun hjálpa þeim, þeir eru með Gunnlaug Jónsson sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra og hefur verið eini góði leikmaðurinn hjá þeim á tímabilinu.
Þeir eru líka með Hjört Hjartarson sem var markahæstur í fyrra en hefur enn ekki tekist að skora.
Grindavík er með bestu sóknina að mínu mati og spila 4-3-3, þeir eru einnig með góða og jafna vörn með Ólaf Örn Bjarnason fremstan.
Þrátt fyrir það tel ég að ÍA takist að ná í sín fyrstu stig með
3-2 sigri í kvöld.

Keflavík - Fylkir verður örugglega skemmtilegur leikur þar sem bæði liðin hafa góða sóknarmenn annars Hauk Inga og Guðmund Steinarsson hjá Keflvík og Sævar þór og Sverrir Sverris hjá Fylki, bæði liðin eru ekki með svo sterkar varnir svo að eg held að skorað verði mikið í þessum leik, hann mun fara jafntefli 2-2

KA - Þór er bæði lið sem ég þekki ekki mikið en báðum liðum hefur gengið ágætlega í fyrstu leikjunum, Þór sigraði ÍA 0 - 1 en gerði síðan jafntefli við FH 4 - 4.
KA hefur líka verið að ganga ágætlega en þeir hafa gert jafntefli í báðum sínum leikjum fyrst á móti ÍBV 1 - 1 og síðan gegn Fylki líka 1 - 1. Ég spái því jafntefli 1 - 1.
ég er ekki bara líffæri