Maccarone spenntur fyrir Chelsea Ítalski framherjinn Massimo Maccarone hefur lýst því yfir að hann sé mjög spenntur fyrir að ganga til liðs við Chelsea í sumar.
sem spilar með Empoli í Seria B er einn eftir sóttasti framherjinn í boltanum í dag og vitað er að Claudio Ranieri hefur fylgst vel með honum undanfarna mánuði. Maccarone sagði orðrétt “ Ég hef heyrt af áhuga Chelsea á mér og það væri heiður fyrir mig að fá að spila fyrir það merkis félag og búa í stórborg eins og London” Ég sá Maccarone spila í gærkvöldi gegn Enska U21 árs landsliðinu á EM í Sviss og get vitnað um að þar er á ferðinni stórhættulegur leikmaður og t.d. skoraði hann bæði mörk Ítala í 2-1 sigri auk þess sem hann skapaði hvað eftir annað mikla hættu en hann er gífurlega fljótur og nautsterkur. Ég vona svo sannarlega að hann fari til Chelsea, en hann myndi þá leysa af ítalskatöframanninn Zola af hólmi. Ef þessi kaup gengu í gegn þá væri Chelsea með sex sóknarmenn:Eið Smára, Jimmy Floyd, Leon Knight, Forssell, Cole og svo að sjálfsögðu Massimo Maccarone. Einnig fer Desailly sennilega bráðum að hætta, en það gerir ekkert til því Chelsea er með þrjá bráðefnilega miðverði: Gallas, Huth og Terry.

Áfram Chelsea!!!!!