Snorri Birgisson markvörður hjá Keflavík og einn efnilegasti markvörður Íslands um þessar mundir gæti verið á leið til AC Milan eftir áramót. AC Milan komu auga á Snorra í leik með Charlton Athletic fyrir stuttu og vilja ólmir næla í Snorra sem er aðeins 16 ára. Snorri hefur farið út til nokkurra liða og hafa þau öll fylgst með gangi mála hjá Snorra. Þ.á.m eru lið eins og Helsingborgs IF (Svíþjóð), Brentford, Charlton, Paris Saint German, einnig hefur heyrst að Liverpool hafi verið að spurjast fyrir um stráksa. Talið er mjög líklegt að AC Milan bjóði Snorra samning en það ætti að skýrast innan nokkurra daga.