Það er greinilegt ef marka má leik KR og Grindavíkur að liðin í Íslandsmótinu er mun betur undirbúin en oft áður. Fyrstu leikir móts hafa yfirleitt verið uppfullir af mistökum sem hægt er að skrifa á æfingar og reynsluleysi.

Í gær var spilaður stórskemmtilegur bolti í vesturbænum. Þar mættust liðin sem spáð er toppsætum á Íslandsmótin á þessu ári (Stöð 2 og SÝN spá KR sigri, allir aðrir Grindavík).

Grindavík sýndi skemmtilega takta en KR hafði tökin á spilinu á vellinum og oft á tíðum yfirspiluðu KRingar Grindvíkingana uppúr skónum þó að mörkin hafi látið standa á sér. Liðin skildu jöfn 2-2. KR átti mun fleiri skot á mark en Grindavík.

Það er greinilegt að mótið á eftir að vera mjög jafnt og spennandi. Það er ekkert gefið í þessu, Fylkir vann Deildarbikarmeistara FH 0-3, Þór Akureyri vann Íslandsmeistara Akranes 0-1 og mig minnir að önnur lið hafi skilið jöfn. Þetta sýnir að það geta öll lið unnið stig af öðrum og dagsformið er það sem mun koma til með að skipta máli.

Frábært mót framundan.

Áfram KR.

Xavie