Fyrirliði Enska landsliðsins. Nú er svo komið að HM í knattspyrnu fer að hefjast og enn er margt óvíst um enska landsliðið t.d. framherjapar þeirra o.fl. David Beckham hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin misseri og þykir ekki ólíklegt að hann muni gegna þeirri stöðu á HM. Beckham sem er hægri útherji hefur spilað með Manchester United allan sinn feril frá barnsaldri til dagsins í dag. Þó drengurinn sé upp alinn í London voru höfuðborgarliðin í litlum metum hjá honum enda sá hann ekkert nema rauðu djöflana. Tólf ára að aldri byrjaði Beckham á knattspyrnunámskeiði sem Manchester hélt vítt og breitt um England. Beckham lét mikið að sér kveða í knattspyrnuskólanum og vann þar til sinna fyrstu verðlauna fyrir knatttækni og hlaut medalíu á leikdegi United gegn Tottenham. Beckham lék sinn fyrsta leik með Manchester í september 1992 þá 17 ára. Næsta tækifæri hans var þó ekki fyrr en í apríl 1995 en eftir það hefur hann verið einn af burðarstólpunum í sigursælasta knattspyrnuliði tíunda áratugarins á Englandi. Þótt Beckham hafi gengið allt í haginn hefur einnig þurft að þola mótlæti. Í sextán liða úrslitum í HM í Frakklandi 1998 gegn Argentínu var hann rekinn útaf í fyrri hálfleik og tap liðsins oft stílað á hann. En þó Englendingar hafi ekki komist lengra en í sextán liða úrslit í HM ´98 er aldrei að vita hvað þeir gera í Japan í vor.

?untitled?