Guðjón Þórðarson REKINN! Guðjón hefur verið látinn taka pokann sinn hjá stoke eftir að hafa komið liðinu upp um deild á tveimur og hálfu ári.

Ástæðan er sögð vera ósætti milli stjórnar stoke og Guðjóns. En Guðjón var víst ekki sáttur við hvað hann hafði lítið fé til leikmannakaupa og einnig gagnrýndi hann harðlega söluna á Peter Thorne og Kavanagh.

Þetta er ömurlegt. Ég sá fram á að stoke mundi standa sig mun betur í fyrstu deild þar sem þeir gætu leikið það leikskipulag sem Guðjón vill. Guðjón reyndi margoft að koma á hálfgerðu 3-5-2 leikskipulagi einsog hann lét íslenska landsliðið spila, en vegna gæðanna í 2 deildinni þá gekk þetta ekki og varð hann ávallt að fara í 4-4-2. Einnig eru 3-4 byrjunarleikmenn að koma úr meiðslum og framtíðin því ekkert annað en björt hjá stoke.

Stjórnin aftur á móti lítur á þetta með öðrum augum. Gaui er að rífa kjaft daginn út og inn. Þetta eru þeirra peningar og þeirra hagsmunir. Af hverju ættu þeir að vilja hafa kall í brúnni sem gerir ekki annað en að hrauna yfir þá? Aftur á móti er þetta nú ekki eina liðið þar sem er ósætti milli þjálfara og stjórnar. En auðvitað vill stjórnin vera með strengjabrúðu sem þjálfara.

Þetta er þó gríðarleg áfall fyrir Guðjón. Það var HANN sem kom þessu saman og kveikti þessa hugmynd. Það er hann sem fékk ýmsa leikmenn til liðsins útá sitt orðspor og sambönd. t.d. Brynjar Björn, Pétur Marteins.. ofl.

En hvernig ætli framtíðin verði hjá Stoke þar sem Gaui er farinn? Munu þeir fá Steve Bould sem þjálfa (sérfræðingur í leiðinlegri knattspyrnu kennda við “kick and run”) Ætli Aðdáendur liðsins geri eitthvað í þessu? Eða leikmenn? Munu leikmenn fara frá liðinu vegna þess að Gaui er farinn? Eða munu allir gleyma þessu ef þeir vinna sinn fyrsta leik á næstu leiktíð.

Eitt veit ég að ég mun HÆTTA að halda með Stoke. Ég hef aðalega fylgst með þeim útaf Guðjóni, ekki leikmönnunum. Ekki fylgist ég með Brentford (ivar og óli gott) eða preston (þar sem bjarki var).

cul-de-sac