Jæja þá er spáin komin fyrir Íslandsmótið í ár og þá er bara ein spurning sem kemur upp í huga mér,
hverjir eiga eftir að koma mest á óvart í sumar. Í fyrra var það án efa KR sem kom mest á óvart og var næstum fallið (tekst vonandi í ár). Í ár ætla ég þó að Keflavík verði það lið sem fari hvað verst með spámennina. Vissulega hefur orðið mikil blóðtaka hjá liðinu í vetur en uppistaðan í sumar eru strákar með mikla framtíð fyrir sér, í deildarbikarnum hefur Keflavík verið að jójóast frekar mikið þannig að ég tel að liðið gæti lent nánast hvar sem er það fer allt eftir dagsforminu. Svo má ekki gleyma að Keflvíkingar hafa verið við æfingar í Reykjaneshöllinni í allt sumar sem ætti að gefa þeim eitthvað forskot amk til að byrja með. Ég tel að Keflavík eigi að geta endað í 3-4 sæti liði vantar enn þá reynslu sem til þarf til að verða meistari (nema kannski fyrir einhverna allgjöran grís) en ég tel að með smávegis heppni eigi liðið að geta verið í toppbaráttunni langt fram á sumar.

Með von um spennandi Íslandsmót.

Grolsch