England uppgjör deildar.


Komið þið sælir allir félagar. Nú langar mig aðeins að fjalla um hvernig deildin hefur verið í vetur. Fyrir mig sem United mann þá hefur þetta tímabil verið eitt hörmungartímabil og ég verð að segja að ég er ekki stoltur af mínum mönnum í dag. Engin titil og við endum í þriðja sæti í deildinni. Þetta er ekki góður árangur og alls ekki viðunandi miðað við það sem stefnd var að í haust. Leikmenn United voru með allskyns yfirlýsingar um að hverju yrði stefnd og maður var virkilega bjartsýn fyrir hönd sina manna. En hvað klikkaði hjá okkur, það bara veit ég ekki en samt liggur hundurinn að mörgu leyti í hræðilegum varnarleik minna fram að áramótum. Það var mikið áfall að missa Stam frá okkur. Blanc bætti það svo upp eftir áramót en samt var þetta mikil blóðtaka fyrir liðið og það bætti ekki úr skák að Blanc talar mjög litla ensku og því gat hann kannski ekki verið í eins góðu sambandi við félaga sína í vörninni.

Við skulum samt snúa okkur að liðunum í deildinni og skoða þau í fáum orðum og að venju mun ég segja eitthvað um þau sem mun alveg örugglega falla í grýttan jarðveg eins og venjulega.

Arsenal, liðið sem varð deildar og bikarmeistari. Þessa titla eiga þeir skilið. Auðvitað var ég að vona í lengstu lög að þeir gætu þetta ekki en þeim tókst þetta og maður verður að taka ofan fyrir þeim að tapa ekki leik á útivelli.
Þetta er met sem verður ekki slegið næstu árin að mínu viti ef nokkurn tíma í ensku deildinni. Það er varla veikan blett að finna á þessu liði og þeirra vegna vona ég að þeir haldi Vieira það væri virkilegur missir ef hann færi úr ensku deildinni. Held samt að þeirra helsti höfuðverkur gæti orðið á næstu árum sé markvarslan, England númer 1 verður ekki mikið meira áfram. Líst ekki mikið vel á þessa tvö sem eiga að taka við af honum. Þetta er alveg örugglega hlutur sem þeirra leysa og Dein verslar bara markmann ef hann þarf að gera það. Lykilleikmenn í vetur að mínu viti. Pires já ég segi Pires þó svo að ég hafi ekki haft sérlega mikið álit á honum en nú segi ég annað vegna þess að ég sá myndband með honum og þessi drengur er virkilega góður(Sjálfur vildi ég ekki viðurkenna það lengi), Ljungberg rauða pílan einn af skemmtilegri miðjumönnum þessarar deildar og hann er búinn að vera mikilvægasti leikmaður Arsenal á vormánuðunum. Þessi strákur er virkilega góður og hann getur vel orðið ensku varnarmönnum mikil höfuðverkur á HM í sumar. Spái því að hann verði einn af stóru nöfnum á HM komist Svíar upp úr sínum riðli.
Svo kórónaði þessi strákur það að vera valin leikmaður deildarinnar í Englandi í dag 13.05.02. Henry er svo sá síðasti af lykilmönnum Arsenal að mínu viti en hann er framherji af guðsnáð og það þarf ekkert að segja meira um hann.
Framtíðarleikmenn trúi ég að verði þeir Pennant og A Cole en þessir strákar hafa alla burði til að verða lykilmenn í þessu liði á næstu árum.
Til hamingju Arsenal menn þið eigið þetta skilið.

Liverpool lendi í öðru sæti og það er þeirra besti árangur í PL síðan hún var stofnuð. Það er mjög góður árangur hjá þeim og sérstaklega þegar menn taka það með í reikninginn að Houllier hefur verið frá vegna veikinda sinna í meira en 6 mánuði. Já það var mikil missir fyrir Liverpool að mínu viti. Enda er hann einn af betri framkvæmdastjórunum í enska boltanum. Samt verður það að segjast að árangur Liverpool hlýtur að vera aðdáendum þeirra svolítil vonbrigði. Engin titil ár miðað við 5 á síðasta ári. T.d var leikur þeirra gegn Grimsby alveg hörmung og þennan leik sá ég þó svo að ég sjái ekki marga leiki með þeim liðum sem ég held ekki með. Það hlýtur að vera hörmung að detta út fyrir svona liði að segja annað er bara lygi eða vilja ekki sjá sannleikan. Einnig hlýtur leikurinn gegn Leverkusen að sitja í mönnum og menn hljóta að vera smásvekktir að hafa ekki komist áfram í þeim og fengið að taka á United í undanúrslitum. Í heildina varðandi deildina þá er árangur Liverpool alveg góður og þeir komast í CL án þess að þurfa að fara í umspil sem getur verið hættulegt fjárhættuspil þar sem allt getur gerst.
Lykilmenn Liverpool í vetur að mínu viti eru þeir Dudek sem hefur komið virkilega sterkur inn á sínu fyrsta keppnistímabili. Báðir leikmennirnir sem nefndir eru H&H í vörninni. Owen er svo sá maður sem á skora mörkin og hann mun halda því áfram á næstu árum vona ég fyrir ykkur sama hvað Anelka sagði hérna einu sinni að hann væri bara spretthlaupari þá er fjandi góður framherji sem ég myndi alveg vilja hafa í United.
Leikmenn sem gætu orðið lykilmenn í liðinu á næstu árum eru Anelka ef hann kemur og Gerrard ef hann nær að losa sig úr þessum meiðsla pakka sem hann hefur verið í að undanförnu.

Manchester United. Mitt lið sem hefur virkilega valdið mér vonbrigðum í vetur með leik sínum og það skuli ekki vera einn dolla í húsinu núna þegar tímabilið er á enda. Þetta ár er búið að vera einn hörmung að mörgu leyti þar sem ekkert hefur gegnið upp og allar heiladísirnar hafa yfirgefið okkur.
Liðið var virkilega að spila illa fram að áramótum þar sem við töpuðum fyrir minni spámönnum á okkar heimavelli sem eitt sinn var óvinnandi vígi. Vonandi að það breyttist aftur. Það að tapa fyrir liðum eins og Bolton, Boro og West Ham á heimavelli er ekki vænlegt til árangurs því miður. United menn grófu sína eigin gröf fyrir áramótin með alveg afspyrnulélegum leik að mínu viti. Varðandi CL þá varð ég líka mjög svekktu þegar við duttum út í undanúrslitum fyrir góðu liði Leverkusen og það að geta ekki klárað það dæmi var alls ekki gott.
Einnig var það mikil skellur að detta úr bikarnum gegn Boro, já gegn þessu liði af öllum liðum. Þetta lið er alls ekki efst á mínum lista og ég virkilega er fúll út í þá. Það verður því ekki sagt neitt annað en að United liðið hafi valdið mér vonbrigðum í vetur og ekkert annað en það.
Kannski hafði það líka slæm áhrif á liðið þegar menn vissu ekki hver tæki við af SAF og framtíðin var svona í lausu lofti en það afsakar samt ekki neitt vegna þess að leikmenn eiga að leggja sig 100% fram í hvern leik og ekki vera hugsa um hver hefði komið til greina sem arftaki SAF.
Segi því bara eitt batnandi mönnum er best að lifa og við sýnum betri árangur á næsta tímabili. SAF hlýtur að laga vörnina eitthvað og fá traust menn til sín.
Lykilmenn United í vetur voru að að mínu viti. Keane engin þarf að efast um leiðtoga eða foringjahlutverk hans hjá United. Þar er á ferðinni sannur leiðtogi. Giggs og Beckham spila líka stórt hlutverk í þessu liði og þeir báðir eru virkilega lykilmenn fyrir liðið, þegar þá vantar er eins og það vanti einhverja ógn í liðið. Nistelrooy hefur þegar stimplað sig inn sem einn af bestu framherjum ensku deildarinnar. Hann verður áfram aðalsóknarmaður United og hann virðist hafa alla burði í það að verða einn af þeim bestu í heiminum í þessari stöðu.
Framtíðarleikmenn sem gætu orðið lykilmenn í liðinu eru Veron, Steward og kannski einhver nýr varnarmaður vonandi.

Newcastle. Skjórarnir hafa virkilega komið á óvart í vetur og þetta er það liðið hefur komið virkilega mest á óvart í enska boltanum í vetur að mínu viti.
Virkilega góður árangur hjá þeim að enda í 4 sæti. Þeir hafa leikið skemmtilegan bolta í vetur og stjóri þeirra hann Robson hefur sýnt það að aldur er virkilega afstæður í þessum bransa það verður ekki annað sagt en hann hefur staðið sig með sóma. Hvaða sæti þeir stefndu að í upphafi tímabilsins veit ég ekki en þeir eiga þetta sæti virkilega skilið og það þótt sumir lykilmenn þeirra hafið verið meiddir í vetur. Þeir höfðu bara ekki nógu breiðan hóp til að fylgja þessu eftir og etja kappi við toppana þrjá í baráttuni um meistaratitilinn.
Lykilmenn þeirra eru að mínu viti. Shearer en hann er einn af betri framherjum í enska boltanum og það þótt hann sé hættur með landsliðinu og það er eiginlega synd fyrir þá ensku. Hann er mikil leiðtogi og drífur sína menn virkilega áfram.
Framtíðar lykilmenn geta orðið hjá þeim eru Dyer ef hann nær að losa sig úr þessum meiðslum sínum. Hefur alla hæfileika sem til þarf fyrir góðan knattspyrnumann en hefur verið virkilega óheppin með meiðsli.
Roberts gæti líka sprungið út frá þeim ef hann hefur ekki gert það þegar en samt ekki nógu mikið að mínu viti.

Þar með lýkur þessu uppgjöri mínu og ætla ég mér ekki að taka önnur liðið fyrir nema að segja þetta að lokum að Leeds liðið hefur virkilega valdið mér vonbrigðum og hversu lélegir þeir hafa verið í vetur. Þeir eru með virkilega góðan mannskap en það hlýtur eitthvað virkilega vera að herbúðum þeirra þegar þeir vinna ekki neitt með þenna mannskap og enda í deildinni þar sem þeir eru.

Sumarkveðjur og við förum nú að hlakka til HM sem hefst eftir nokkra daga.
Svo koma allar sumarsölurnar og það verður spennandi að sjá hvaða leikmenn koma til hverja liða og hverjir fari frá toppliðunum
Svo hefst nýtt keppnistímabil bráðum, áður en við vitum af er komin ágúst sumarið á enda og nýtt tímabil hafið.
Þangað til hafið það gott og virkilega njótið þess að vera til í sumar.