Ég þekki ekki marga Arsenal aðdáendur. Þeir læddust gjarnan meðfram veggjum og höfðu ekki hátt þegar talað var um enska boltann. Þeir skrifuðu ekki á huga. Þeir gengu ekki um í búningum Arsenal og datt ekki hug að segja að Arsenal væru bestir og man utd lélegir. En nú er öldin önnur. Arsenal hefur stækkað aðdáendahóp sinn um helming. Eina sýnilega ástæðan er skemmtilegur fótbolti og sigrar.
Núna sér maður fólk í Arsenal búningum út um allt. Lítil börn með bleikan hanakamb og gamla karla með Tony Adams klippingu(sítt hár með skallablett).
Mín spurning er: þarf liðið að vera englandsmeistari til aðdáendur þori að koma út úr húsi. Þú sérð Liverpool aðdáendur sem studdu liðið fram í rauðan dauðann þegar Graeme Souness og Roy Evans léku sér að því að skemma liðið. Liverpool aðdáendur styðja sitt lið þó þeir séu 2-0 undir gegn Southampton á heimavelli og tveimur mönnum færri!!
Mín spurning er hvar voru þessir fjölmörgu Arsenal aðdáendur þegar Gunners gátu ekkert. Þú heldur með þínu liði sama hvað á gengur var mér kennt!