Sergio Cragnotti ætlar að hreinsa duglega til í herbúðum Lazio og er þegar búinn að fá Roberto Mancini sem þjálfara og hefur selt Mendieta, Lopez og Diego Simeone til Atletico Madrid. Svo virðist vera komið mikið stríð milli Crespo og Cragnotti svipað og var seinnasta sumar milli Verons og Cragnotti og þykir líklegt að Crespo fari eftir HM.
Lazio hefur líka opnað budduna og hefur þegar keypt argenstíska landsliðsmanninn Juan Pablo Sorin og hafa River Plate menn sagt að Lazio hafi boðið best í Andreas D'Alessandro en Real Madrid er einnig sagt með áhuga á kappanum og svo líka Juventus. Hefur Lazio reynt að kaupa Adriano frá Inter, svo er Lazio að hreinsa til í herbúðunum sínum og setja upp launaþak yfir leikmennina.