Síðasta helgi var nokkuð góð fyrir liðin í Evrópu sem hafa Íslendinga innanborðs. Á Englandi skoraði Arnar Gunnlaugsson og tryggði Leicester sigur, Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn þegar Ipswich vann Middlesboro, Chelsea, lið Eiðs Smára Guðjohnsen, sigraði Tottenham, Guðni Bergsson skoraði fyrir Bolton sem gerði jafntefli í fyrstu deildinni, Heiðar Helguson lék síðustu mínúturnar með Watford sem gerði líka jafntefli í fyrstu deildinni, Bjarni Guðjónsson skoraði fyrir Stoke sem vann sinn leik í annarri deildinni og að lokum skoraði Bjarnólfur Lárusson fyrir scunthorpe sem vann sinn leik í 3. deildinni. Á Spáni vann Las Palmas, lið Þórðar Guðjónssonar, sinn leik og var Þórður á varamannabekk liðsins í leiknum. Síðast en ekki síst kom Eyjólfur Sverrisson Herthu Berlin í toppsætið í Þýsku deildinn í fyrsta sinn í 30 ár með því að skora sigurmarkið í leiknum að loknum venjulegum leiktíma.

Það verður seint sagt að Íslenskir knattspyrnumenn í Evrópu hafi ekki góð áhrif á liðin sem þeir leika með.
kv.