Nýjustu fregnir herma að Sven Goran Erikson verði ráðinn næsti þjálfari Englendinga frá og með 1. júlí 2001.
Mín skoðun er sú að Englendingar séu að gera mikil mistök með því að ráða hann og pressan á honum að ná árangri verður gríðarleg. Enskir knattspyrnuáhugamenn eiga ekki eftir að styðja við bakið á honum nema honum takist að stýra liðinu til sigurs í svo gott sem hverjum einasta leik og miðað við gengi enska landsliðsins undanfarið á það eftir að reynast ansi erfitt. Englendingar hafa bara einfaldlega ekki úr sama mannskap og Lazio að velja og ekki getur Sven Goran keypt betri leikmenn í liðið. Mín spá er sú að hann eigi ekki eftir að endast lengur en 1 ár í starfi en hans og enska landsliðsins vegna vona ég að ég hafi rangt fyrir mér.
kv.