Fabian Bartez

Fabien er sonur rúbbí spilara en hóf sjálfur feril sem atvinnumaður hjá liðinu Toulouse þar sem hann spilaði frá 1989 til 1992. Tímabilið 1992/1993 gekk hann í raðir Marseille og vann Evrópubikarinn sitt fyrsta tímabil þar. Fabien er eins og köttur í markinum og var valinn í landslið, þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik á móti Ástralíu 26. maí 1994 og hélt hreinu í 1-0 sigri.

Árið 1995 flutti hann sig um set og gekk í raðir Monaco þar sem árangurinn lét ekki á sér standa og Monaco urðu Frakklandsmeistarar. Í meistaradeild Evrópu árið eftir var Fabien í liði Monaco sem sló Manchester United út úr keppnini. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli í Frakklandi 0-0 en leikurinn á Old Trafford endaði með jafntefli 1-1 og Monaco komst áfram.

Sumarið 1998 vann svo Fabien stærstu verðlaun sem hægt er að vinna þegar hann varði mark Frakklands í heimsmeistarakeppnini, þar sem þeir unnu. En persónulegri sigur var þó að Fabien fékk einungis á sig 2 mörk í allri lokakeppninni. Þó ber að geta að í undankeppni Frakkalands fyrir Evrópumótið árið 2000 byrjaði ekki vel fyrir Fabien þegar hinn geisisterki framherji Ríkarður Daðason sallaði í tómt markið eftir glæfralegt úthlaup hjá Fabien, en leikurinn endaði 1-1 gegn Íslandi eins og flestir vita. Þess ber þó að geta að Barthez hélt hreinu í 4 af sex leikjum undankeppninnar.

Á yfirstandandi tímabili sigruðu svo Monaco aftur í frönsku deildinni.


Gary Neville


Eftir að hafa spilað fyrir Manchester og Bury skólaliðin gekk Gary til liðs við Manchester United og 18 mánuðum síðar skrifaði hann undir atvinnumannasamning í janúar 1993. Hann var hluti af hinu sigursæla unglingaliði félagsins 1992-1993.

Fyrsti leikur Gary var í Evrópukeppni gegn Tropedo Moskvu í september 1992.

Það var svo á keppnistímabilinu 1994-1995 sem Gary varð fastamaður í liði Manchester United. Hann spilaði í síðustu leikjum félagsins þegar það missti af bæði bikar og deildar keppnini á síðasta keppnisdegi. Gary vann hinsvegar úrvalsdeildina tímabilið á eftir og spilaði alla leiki Englands í evrópukeppnini 1996 nema einn þar sem hann var í leikbanni. Sama var uppá teningum þegar hann var valinn í landsliðshóp Englands í heimsmeisarakeppnini í Frakklandi. Þar lék hann 3 af 4 leikjum liðsins. Gary spilaði 54 leiki fyrir Manchester United tímabilið 1998-1999 og skoraði þar á meðal mark gegn Everton og tvöfaldaði þar með markafjölda sinn fyrir félagið.

Gary er nú kanski ekki aðalmarkaskorari liðsins en hann er taustur varnarmaður og hefur oftar en ekki verið potturinn og pannann í vörn United.


Dennis Irwin


Denis fæddist í Cork á Írlandi 31. Október 1965. Þegar hann var 16 ára skrifaði hann undir samning hjá Leeds United sem lærlingur. Hann spilaði 72 leiki fyrir Leeds áður hann fékk frjálsa sölu til Oldham Athletic. Og tók hann þátt í bikarúrslitaleik fyrir Oldham gegn Manchester United og hafði betur. Frammistaða hans í þeim leik hefur vakið áhuga hjá Sir Alex sem keypti hann á 625.000 pund sumarið eftir.

Denis hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem leikmaður Manchester United og þegar Brian McClair og Gary Pallister voru seldir í lok tímabilsins 1998 þá varð Denis sá leikmaður sem lengst hefur spilað undir stjórn Sir Alex Ferguson.

Þegar Denis var vikið af leikvelli gegn Liverpool þá merkti það að hann myndi missa af úrslitaleik FA bikarsins 1999, en það kom ekki á sök því að hann var bara ferskari í úrlitaleik meistaradeildar evrópu gegn Bayern nokkrum vikum seinna.

Denis hefur marg oft sýnt hversu mikilvægur hlekkur hann er í leik Manchester United. Þegar United unnu tvöfalt í fyrsta skipti þá spilaði Denis í öllum deildar og bikarleikjum félagsins.

Denis hætti með Írska landsliðinu í janúar 2000.


Ronny Johensen


Ronny byrjaði að spila fótbolta fyrir Stokke áður en hann spilaði fyrir Eik, Lyn Oslo og Lillestrom. Þar á eftir lá leið hans útfyrir Noreg og hann var seldur til tyrkneska félagsins Besiktas.

Ronny hefur verið í norska landsliðinu síðan 1991. Sir Alex hafði verið að fylgjast með Ronny um skeið og fékk hann svo til Manchester United í lok tímabilsins 1996 fyrir 1.5 miljónir punda. Ronny var keypur til að leysa Steve Burce af hólmi sem hafði verið seldur til Birmingham City. Tímabilið 1996-1997 þá var Ronny fastur maður í liði Manchester United og í raun hjarta varnarinnar, sérstaklega þegar Gary Pallister og Denis Irwin voru meiddir. Ronny lék sinn fyrsta leik gegn Wimbeldon þegar hann kom inná fyrir Nicky Butt. Kaup Sir Alex voru kjarakaup árisins ef ekki ekki hefði verið fyrir landa hans Ole Gunnar sem skoraði grimmt tímabilið 1996-1997. Ronny getur spilað allar stöður hvort um er að ræða vörn eða sókn.

Tímabilið 1996-1997 var í fyrsta skipti sem Ronny vann til verðlauna þegar Manchester United vann úrvarlsdeildina.

Ronny spilaði í öllum 4 leikjum Noregs í heimsmeistarakeppnini í Frakklandi áður en Noregur voru slegnir út af Ítölum. Mesta umtalið fékk samt Johnsen gegn Brasilíu þegar hann elti Ronaldo og Ronaldo hreinlega sást ekki í leiknum. Brasilíki þjálfarinn tók í sama streng og sagði Ronny útsjónasaman og fljótann. Eftir að Henning Berg meiddist seinnipart tímabilsins 1998-2000 þá lék Ronny eitt af aðalhlutverkum í vörn Manchester United.



Laurent Blanc


Manchester United hafa gengið frá kaupunum á franska miðverðinum Laurent Blanc frá Inter Milan. Samningur Blanc við United gildir í eitt ár . Blanc er fæddur þann 19. nóvember 1965. Þegar hann var hjá Monpellier lék hann á miðjunni en þjálfari liðsins ákvað að færa hann í vörnina, með góðum árangri, og fljólega var Blanc kominn inn í franska A-landsliðshópinn. Hann var einungis tvítugur þegar hann var útnefndur fyrirliði Montpellier liðsins.

Hann varð Evróumeistari með franska U-21 árs landsliðinu haustið 1988 og í árslok spilaði hann fyrsta A-landsleikinn. Blanc var valinn knattspyrnumaður Frakklands 1990. Eftir EM \'92 var hann seldur til Napoli á Ítalíu en dvölin þar varð skammvin og árið eftir var hann lánaður til franska liðsins Nimes, áður en Paris St. Germain keypti hann.

Hann hugðist hætta að leika með franska landsliðinu eftir HM 1994, sem Frakkar komust reyndar ekki á, en nýji landsliðsþjálfarinn, Aime Jacquet, fékk hann ofan af því.

Blanc var orðaður við fjölmörg stórlið, þ.á.m. Manchester United, áður en Evrópumeistaramótið á Englandi hófst 1996, en hann valdi að fara til Barcelona. Aftur staldraði hann stutt við utan heimalandsins og sumarið 1997 gekk hann í raðir Marseille. Ekki stoppaði hann þó lengi við í heimahögunum í það skiptið því áður en HM \'98 hófst var hann genginn til liðs við Inter Milan, þar sem hann hefur verið seinustu þrjú keppnistímabil.

Blanc varð heimsmeistari með franska landsliðinu 1998 og Evrópumeistari seinasta sumar. Hann missti þó af úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu þ.e. hann tók út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald fyrir að skalla Slaven Bilic í undanúrslitum keppninnar.

Blanc var heldur ekki í franska landsliðshópnum sem kom og keppti við það íslenska á Laugardalsvellinum eftir HM\'98 þ.e. hann var enn að taka út leikbannið. Hann hætti að leika með landsliðinu eftir EM, en þá hafði hann leikið 95 leiki og skorað í þeim 16 mörk.

Blanc er stór og stæðilegur miðvörður með góða boltatækni, og er stórhættulegur vítateig andstæðinganna í horn- og aukaspyrnum sökum góðrar skallatækni. Það er þó langt í frá að vera óþekkt fyrirbrigði að Blanc sleppi inn fyrirvarnir andstæðinganna, eins og gerðist í leik Paragvæa og Frakka í 16-liða-úrslitum á HM\'98, þegar Blanc tryggði Frökkum sæti í fjórðungsúrslitum með gullmarki.

Seinastasumar reyndi Sir Alex Ferguson þrisvar að fá Blanc til ManchesterUnited, en Frakkinn hafnaði öllum tilboðum Skotans.Blanc er góðvinur FabienBarthez, markvarðar Man. Utd., og kyssir alltaf skallan á markverðinum fyrir leiki.Barthez segir að þeir heilsist með þessu, og geri þetta jafnvel þegar þeir hittistutanvallar. Barthez segir að þetta færi liði þeirra gæfu og ekki er hægt að sjá annaðen það sé rétt hjá honum, og vonandi verður það þannig áfram.


Juan Veron


Juan Sebastian Veron byrjaði að æfa knattspyrnu aðeins fimm ára gamall. Þá með Estudiantes de la Plata, liðinu í heimabæ sínum.

Faðir hans, Juan Veron eldri, hafði einnig spilað með þessu sama liði á sjöunda áratugnum. Reyndar spilaði hann einu sinni gegn United, árið 1968 í ´World Club Cup´ keppninni og skoraði mark á Old Trafford fyrir Estudiantes. Veron hinn yngri á vafalaust eftir að skora nokkur á Old Trafford en í þetta skiptið verður það fyrir United.

Veron spilaði síðan með aðalliði Estudiantes frá 1993 - 1996 þegar stórliðið Boca Juniors fékk augastað á pilti. Veron skrifaði undir 1. janúar 1996. En hann hafði ekki spilað nema 17 leiki og skorað þrjú mörk fyrir Boca þegar annað og stærra lið fékk hann til sín. Nú hélt hann til Evrópu. Sampdoria keypti hann 1. ágúst 1996 fyrir 3 milljónir punda.

Þessi fjárfesting reyndist góð. 1. ágúst 1998 fór hann til Parma fyrir 13 milljónir punda. Þó hann hafi ekki stoppað lengi hjá Parma þá vann hann þar ´Coppa Italia´ og Evrópubikarinn(UEFA Cup).

1. júlí 1999 var hann seldur til Lazio fyrir 18,1 milljón punda. Þar lék hann undir stjórn Sven Göran Eriksson. Sem seinna átti eftir að stýra enska landsliðinu og hafa sitt að segja um skipti Verons yfir í United! Með Lazio vann Veron ítölsku deildina og ´Coppa Italia´. Hann var síðan í liðinu sem vann United í European Super Cup árið 1999.

Það var síðan 12. júlí 2001 að Juan Sebastian Veron kom til Manchester United fyrir metfé. Alls 28,1 milljón punda. Veron hafði því aftur hækkað um 10 milljón pund á tveim árum. Alls hafa því ítölsk og enskt félag borgað samanlagt 62,2 milljónir punda fyrir kappann!

Áður en Veron kom til United var hann bendlaður við vegabréfs-skandal sem upp kom hjá nokkrum leikmönnum í ítölsku deildinni. Hann var sakaður um að hafa falskt ítalskt vegabréf. Hefði hann verið fundinn sekur hefði það getað ógnað knattspyrnuferli hans! Reyndar seinkaði þetta kaupum United á Veron en þeir studdu við bakið á Veron í gegnum þessi málaferli og sagði Veron síðar að það hefði silað stóran þátt í að hann valdi United frekar en önnur félög


David Beckham

Fæddist í Leytonstone 2. maí 1975. Eftir að hafa reynt fyrir sér hjá Leyton Orient og farið í knattspyrnuskóla hjá Tottenham þá ákvað hann að freista gæfunnar hjá Manchester United þangað kom hann þann 8. júlí 1991. Fyrsti deildarleikur Beckhams var á Old Trafford gegn Leeds 2. apríl 1995, en hans fyrsti leikur með Manchester United var 2. árum áður þegar hann kom inná í útileik í Rumbelows bikarnum á móti Brighton og Hove Albion.

David var fastur maður í byrjunarliði Manchester United tímabilið 1995/1996, það tímabil sá Glenn Hoddle þáverandi lansliðþjálfari englendinga hann spila og valdi piltinn í landsliðið. David spilaði svo sinn fyrsta landsleik gegn Moldova 1. september 1996 en áður hafði hann spilað í unglinga og drengjalandsliði þeirra englendinga.

Beckham var í hinu sterka unglingaliði Mancester United sem sigraði unglingadeilina 1992 og urðu í öðrusæti 1993 Hann fékk einnig verðlaun í Pontins Central Leage bikarnum þar sem hann spilaði 16 leiki með varaliðinu.

Leiktímabilið 1996/1997 var tímabilið sem David Beckham var orðinn fullorðinn. Hann var einn af aðalleikmönnum Manchester United og Englands. Frábær frammistaða hans þetta tímabil færði honum verðlaun sem besti nýliðinn í ensku úrvalsdeildinni auk þess að verða í öðrusæti í vali leikmanns ársins. Þetta tímabil vann Manchester United úrvalsdeilina og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Árið 1998 var David valinn í leikmannahóp englendinga fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi. Keppnin hafði töluverð áhrif á strákinn. Fyrst komst hann ekki í byrjunarliðið, svo skoraði hann glæsilegt mark úr aukaspyrnu og komið var fram við hann eins og hetju. Samt einungis 4 dögum seinna var hann rekinn útaf gegn Argentínu eftir að hafa brotið kjánalega á Diego Simione sem fékk Óskarsverðlaunin í leikaraskap í kjölfarið.

Raunir Beckhams í heimsmeistarakeppnini urðu til þess að hann varð mest hataði leikmaður á englandi. Sumir sögðu jafnvel að hann myndi ekki spila aftur á Englandi og yrði seldur til Ítalíu eða Spánar. Þeir sem sögðu það þekktu ekki David Beckham og þrátt fyrir að lenda í miklu einelti af áhorfandabekkjunum virtist hann bara eflast sem leikmaður og sýndi mikinn karakter undir þeirri pressu sem af þessu stafaði. Árið 1999 var í raun ár David Beckhams. Hann eignaðist soninn Brooklyn með spúsu sinni kryddpíunni Victoríu Adams og í júlí sama ár gengu þau í heilagt hjónaband, og síðast en ekki síst var hann í lykilhlutverki þegar Manchester United varð fyrsta félagsliðið á Englandi til að vinna þrennuna miklu, Úrvalsdeildina, FA bikarinn og Meistaradeild Evrópu.


Nicky Butt

Butt gekk í raðir Manchester United eftir að hafa leikið fyrir Oldham og Greater Manchester skólaliðið árið 1991 og varð atvinnumaður í janúar 1993. Hann var einn af sigursælu unglingaliðs mönnum Manchester United árið 1992 og skorði 2 mörk í fyrri úrslitaleiknum á móti Crystal Palace. Hann spilaði einnig til úrslita árið eftir en þá náði liðið ekki bikarnum.

Fyrsti leikur hans fyrir aðalliðið var 21 nóvember árið 1992 þegar hann kom inná fyrir Paul Ince á móti Oldham Athletic. Áður en tímabilið 1994/1995 hafði runnið sitt skeið þá var Nicky orðinn fastur maður í liði Manchester United sem töpuðu úrvarlsdeildar titlinum og einnig bikarkeppninni. Einu tímabili seinna hafði Nicky unnið tvöfalt þegar Manchester United vann bæði deild og bikar.

Eftir að hafa verið rekinn útaf í erfiðum leikjum gegn Barcelona og Arsenal í upphafi tímabilsins 1998/1999 þá deildu hann og Paul Scoles miðjunni með fyrirliðanum Roy Keane, þar sem Nicky og Paul skiptust á spila eftir hvaða leikskipulag var verið að spila. Nicky tók þó þátt í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni þar sem bæði Roy og Paul voru í leikbanni.

Nicky hefur spilað fyrir skólalið Englendinga, svo drengja og unglingalandsliði og aðallandsliði þeirra. Hann var líka í undir 18 ára landsliði englendinga sem vann Evrópumótið í júlí 1993.


Ruud Van Nistelrooy

Ruud byrjaði sinn leikferil með FC Den Bosch í annarri deild í Hollandi tímabilið 1993 - 1994. Árið 1997 var hann síðan keyptur af toppliðinu Heerenveen og skoraði 13 mörk í 30 leikjum fyrir liðið sínu fyrsta tímabili, 1997 -1998.

Þetta vakti athygli stórliðsins PSV Eindhoven sem keypti Nistelrooy á 22 ára afmælisdegi hans 1998. Kaupverðið: 4,2 milljónir punda sem þá var met á milli tveggja hollenskra félaga.

Fyrsta mark Ruud með PSV var gegn Heerenveen og hann stoppaði ekki fyrr en eftir 31 mark og var markahæsti maður deildarinnar. Það kom því ekki á óvart að hann var valinn leikmaður ársins! Ruud varð svo annar í baráttunni um gullskóinn í Evrópu.

Tímabilið 1999-2000 reyndist afdrifaríkt fyrir Ruud. Eftir að hafa skorað 29 mörk þá meiddist hann á hné. Það var 6. mars í vináttuleik gegn Silkeborg. Manchester United höfðu þá sýnt mikinn áhuga á að kaupa hann. Samningurinn var nánast í höfn en vegna meiðslanna þá stóðst Ruud ekki læknisskoðun. Samningnum var því frestað um óákveðinn tíma.

Nokkrum dögum síðar meiddist hann enn ver á æfingu með PSV sem olli því að hann spilaði ekki meira það tímabil. Engu að síðar var hann kosinn leikmaður ársins annað árið í röð og aftur varð hann í öðru sæti um gullskó Evrópu.

Í sínum fyrsta leik eftir mikla endurhæfingu skoraði Ruud tvisvar í leik með varaliði PSV gegn Sparta Rotterdam þann 1. mars 2001. Fyrsti leikur hans á ný með aðalliðinu var tveim dögum síðar, en þá kom hann inn á sem varamaður gegn Roda JC.

Samningaviðræður á milli Manchester United Nistelrooy gátu nú hafist á ný. Þann 23. apríl 2001 var samningurinn í höfn, nánast ári eftir að hinn upprunalegi samningur féll!

United greiddi metfé fyrir Nistelrooy, 19 milljónir punda!


Ryan Giggs


Ryan Giggs fluttist frá Wales þegar hann var 7 ára gamall og lærði fótbolta hjá unglingaliði Dean. Þjálfarinn hjá Dean mælti svo með Ryan til Mancester City, þar sem hann spilaði þangað til að hann var 14 ára gamall. Sir Alex fór heim til Ryans í Swinton til að fá hann til að skrifa undir samning við Manchester United. Manchester City hafði ekki lýst nægum áhuga á stráknum sem varð til þess að Ryan kom til Manchester United.

Þegar Ryan varð 16 ára þá skrifaði hann undir áhugamannasamning og í nóvember 1990 skrifaði hann undir atvinnumannasamning rétt þegar hann var orðinn 17 ára gamall. Fyrsti leikur Ryan fyrir Manchester United kom svo 2. mars 1991 á móti Everton á Old Trafford þar sem hann kom inná sem varamaður. Ryan var svo í fyrsta skipti í byrjunaliði Manchester United á móti Mancestar City stuttu seinna og skoraði sigurmark leiksins.

Þegar Lee Sharpe meiddist á tímabilinu 1991-1992 varð Ryan fastamaður í byrjunarliðinu.

Ryan hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna á Englandi. Hann vann deildarbikarinn 1992, Úrvalsdeildina 1993,1994, 1996 ,1997 og 1999. Auk þess að hafa unnið 3 sinnum FA bikarinn 1994,1996 og 1999 auk þess að hafa silfur fyrir FA bikarinn 1995.

Ryan hefur líka spilað fyrir landslið Wales og er yngsti leikmaður sem hefur spilað landleik fyrir Wales aðeins 17 ára og 321 daga gamall í leik gegn Vestur-Þýskalandi þar sem hann kom inná sem varamaður.

Hann var einnig fyrirliði Wales fyrir stuttu og einnig fyrirliði skólaliðs Englendinga. En það var einungis af því að hann sótti skóla í Englandi.

Ryan er einn af bestu leikmönnum heims. Hinn gríðarlegi hraði og knatttækni gerir hann mjög erfiðan viðureignar. Hann leggur upp og skorar mörk í öllum regnbogans litum. Sem dæmi má nefna undanúrslit í FA bikarnum gegn Arsenal 1999. Það var búið að reka Roy Keane af leikvelli. Peter Schmeichel varði vítaspyrnu frá Dennis Berkkamp. Í framlengingu fékk Ryan boltan á miðjum eigin vallarhelmingi, þar sem hann tók á rás, fór framhjá 4 leikmönnum Arsenal og hamraði boltan í þaknetið hjá David Seaman markverði. Þetta var eitt glæsilegasta mark sem skorað hefur verið í enskum fótbolta. Með þessu marki voru Manchester United komnir áfram í bikarkeppnini og Ryan átti ekki síst þátt í að Manchester United unnu þrefalt tímabilið 1998-1999


Roy Keane

Ferill Roy byrjaði ekki vel hjá enskum félagssliðum þar sem enginn vildi fá hann. Það endaði svo að hann spilaði fyrir Cobh Ramblers áður en Brian Clough keypti hann til Nottingham Forrest þegar hann var 18 ára gamall. Fyrst leikur hans var á útivelli gegn þáverandi meisturum í Liverpool og í enda þess tímabils, 1991 lentu þeir í 2 sæti í bikarkeppninni. Ári síðar töpuðu Nottingham aftur á Wembley og þá gegn Manchester United 1-0. Sama tímabil féllu Nottingham í 1 deild og eltingarleikurinn á eftir Roy hófst. Manchester United fengu hann svo í raðir sínar og greiddu þá met fé fyrir hann 3.75 milljónir punda.

Drifkraftur, einbeiting og sigurvilji Roy hefur komið Manchester United oft að góðum notum. Roy gegnir varnarhlutverki, sóknarhlutverki og einstaka sinnum markvörslu. Þetta hefur gert það að verkum að honum er gjarnan líkt við Bryan Robson. Þegar tímabilið 1996-1997 endaði og Eric Cantona hætti að spila þá tók Roy Keane við fyrirliðabandinu.

En tímabilið 1997-1998 var ekki gott fyrir Roy . Snemma á tímabilinu meiddist hann og hann spilaði ekki ekki meira það tímabilið. Þá missti Manchester United af titlinum og magir kenna því um að það hafi vantað kraft og sigurvilja Roy.

Roy var fyrst valinn í Írska landsliðið 1991 og hefur verið ómissandi þáttur hjá þeim líkt og hjá Manchester United. Hann spilaði í heimsmeistarakeppnini 1994 í Bandaríkjunum, en vegna meiðsla gat hann ekki tekið þátt í undankeppni heimsmeistarakeppninar í Frakklandi og Írar komust ekki í keppnina. Tímabilið 1998-1999 endaði með glæsibrag þegar Manchester United vann þrefalt og Roy var kominn á fulla ferð. En vegna guls spjalds gegn Júventus gerði það að verkum að hann gat ekki tekið þátt í úrslitaleik meistaradeildar evrópu.

Roy er einn af vinsælustu leikmönnum Manchester United og sem dæmi þegar United vann Meistaradeild Evrópu 1999 þá linnti ekki fagnaðarlátunum fyrr en Keane lét undan fjöldanum og ávarpaði hann þótt að hann hafi ekki tekið þátt í leiknum vildu stuðningsmennirnir fá að heyra í fyrirliðanum knáa.

United gerði á dögunum nýjan samning við Keane og eftir að hann var undirritaður er Írinn skapheiti, hæðst launaði leikmaður Manchester United frá upphafi.


Paul Scholes

Scholes gekk til liðs við Manchester United þann 8 júlí 1991 og skrifaði undir atvinnumannasamning 18 mánuðum síðar. Paul vakti strax mikla athygli með unglingaliði og varaliði félagsins. Hann var einnig í liðið Englendinga sem vann Evrópumótið undir 18 ára árið 1993. Hans fyrsti leikur var gegn Ipswich Town, 24 september 1994 og skoraði hann 2 mörk þrátt fyrir tap Manchester United.

Tímabilið 1994-1995 var Paul orðinn fastamaður í leikmannahóp United og þá sérstaklega í ljósi þess að Eric Cantona var í leikbanni. Þetta tímabil endaði því miður ekki á góðum nótum því að í fyrsta skipti í 5 ár unnu Manchester United ekkert. Tímabilið á eftir endaði betur þegar félagið náði að vinna upp forustu Newcastle United og vann Scholes þá sinn fyrsta titil fyrir aðallið Manchester United.

Þó svo að það fari oft ekki mikið fyrir Paul þá er hann mikilvægur hlekkur og skorar mörk þegar mikið liggur við. Í mars 1999 var Paul fyrsti leikmaður sem skoraði fyrir Manchester United á Ítalíu síðan að Norman Whiteside var og hét, þegar hann skoraði jöfunarmark Manchester United gegn Inter Milan í Meistaradeild Evrópu. Mars 1999 var góður hjá Paul. Auk þess að skora fyrir Manchester United í meistaradeildinni þá skoraði hann þrennu fyrir enska landsliðið gegn Póllandi í 3-1 sigri. En það var ekki allt því daginn eftir þrennuna fyrir Englendinga þá sagði Paul frá því að hann og konan han Claire ættu von á þeirra fyrsta barni og svo til að enda tímabilið vel þá skoraði hann síðara mark Manchester United í úrslitaleik FA bikarsins. Það eina neikvæða við tímabilið 1998-1999 var að hann var í leikbanni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu auk þess að vera fyrsti Englendingurinn sem er rekinn útaf á Wembley leikvanginum í landsleik þegar honum var vikið af velli gegn Svíum.

Ole Gunnar Solskjæer

Eftir að hafa spilað í 3. deild í noregi var Ole Gunnar seldur til Molde í norsku fyrstudeildinni. Frammistaða hans þar kom honum í norska landsliðshópinn og þá fóru stærri félög í evrópu að sýna honum áhuga. Það endaði með að Manchester United borgaði 1.5 milljónir punda fyrir piltinn sem eru ein mestu kjarakaup í sögu knattspyrnunar.

Ole Gunnar bjóst ekk við að fá að spila á hans fyrsta tímabili. Hann komst samt í liðið og endaði markahæðsti leikmaður Manchester United með 19 mörk það tímabilið 1996-1997 og hjálpaði félaginu í sigri í úrvaldeildinni. Hann skoraði meðal annars í sínum fyrsta leik með United.

Ole Gunnar var í landsliði Noregs í heimsmeistarakeppnini í Frakklandi. Og spilaði í þar 3 leiki. Fyrir tímabilið 1998-1999 voru sögur á kreiki að Ole Gunnar yrði seldur frá Manchester United, sérstaklega í ljósi þess að Dwight Yorke var keyptur til félagsins. Til mikillar gleði ákvað Ole að vera lengur hjá félaginu. Þótt að hann hafi verið mikið á varamannabekk Manchester United þetta tímabil var hann samt meira og minna í blöðunum og þá vegna frammistöðu sinnar. Fyrst skoraði hann í 4 umferð gegn Liverpool í umframtíma. 2 vikum seinna komst hann aftur í blöðin þegar hann kom inná á móti Nottingham Forrest. Hann skoraði 4 sinnum í 8-1 sigri sem er nýtt met yfir útisigur, nýtt met yfir mörk einstaklinga á útivelli en ekki síst að hann gerði þetta á einungis 13 mínútum.

Allir vita svo hvernig þetta tímabil endaði hjá Ole Gunnar. Hann kom inná í úrslitaleiknum gegn Bayern í meistardeild evrópu og endurtók leikinn eins og gegn Liverpool og skoraði þegar 90 mínútur voru liðnar. Ótrúlegur leikmaður.

Hann fékk strax viðurnefnið ´Babyfaced assasin´ hjá stuðningsmönnum United og er hann vafalaust einn vinsælasti leikmaður liðsins.


heimildir man utd.is