Saga Arsenal hófst fyrir u.þ.b. 105 árum síðan. Árið er 1886 og staðurinn er London. Nokkrir vélsmiðir úr hinni konunglegu hergagnaverksmiðju “Woolwich Royal Arsenal” ákveða að stofna knattspyrnulið. Rúgbý var þá aðalsportið en fótbolti á hraðri uppleið. Þeir höfðu yfir að ráða fótboltavelli sem afmarkaðist af húsagörðum öðrumegin og litlum læk hinum megin. Þeir höfðu með töluverðri vinnu náð að safna digrum sjóði sem var 52 1/2 penní sem ætlunin var að nota í búninga og boltakaup. Fyrsti leikurinn var leikinn við lið Eastern Wanderers og vannst sá leikur 6-0. Á þessum tíma hét liðið Dial Square. Þannig hófst í raun saga þessa félags sem er eitt það stærsta í Englandi og var heillengi á árunum fyrir seinna stríð, stærsti klúbbur í heimi. Næsta skref var að skipta um nafn. Liðið hét nú Royal Arsenal. Aðstöðuleysi hindraði þessa stórhuga menn ekki í að halda áfram að spila knattspyrnu. Árið 1891 hafði félagið unnið allar bikarkeppnirnar í London og þar með skotist fram úr eldri liðum á borð við Tottenham og Milwall. En eitthvað vantaði uppá. Stóru liðin að Norðan voru enn of sterk fyrir “litla” Arsenal og það var ekki fyrr en atvinnumennsku var komið á hjá Arsenal að hjólin tóku að snúast af alvöru. Fljótlega voru umsvifin orðinn það mikil að liðið varð að eignast leikvang. Fyrsti völlurinn sem Arsenal eignaðist var Manor Field við Manor veg og gátu þeir þar byggt stúku sem þeir gátu verið stoltir af. En bakslag kom í þetta ferli þegar hin liðin í Norður Englandi sem hingað til höfðu viljað spila við Arsenal tóku nú uppá því að neita að spila við þá. Á þeim tíma var Arsenal eina liðið í S-Englandi sem hafði tekið upp atvinnumennsku og það fór illa í hin liðin. Enska knattspyrnusambandið snéri líka baki við þeim svo nú urðu þeir að róa á önnur mið. Reynt var að fá stóru liðin fyrir sunnan til þess að stofna deild en þeir vildu það ekki. Nú voru góð ráð dýr. Arsenal sá nú fram á dökka tíma. Þeir þurftu að leggja á sig löng og erfið ferðalög til að fá leiki og aðsókn á Manor Ground sem hingað til hafði verið mjög góð, eða um 12 þúsund manns á leik, fór ört dvínandi. Allt virtist vera á niðurleið þegar maður að nafni Henry Norris kom til bjargar. Sá var formaður Fulham og vildi hann yfirtaka Arsenal og flytja það til Craven Cottage sem er heimavöllur Fulham. Stjórn deildakeppninnar var mótfallinn þessari sameiningu svo nú hófst tími uppbyggingar hjá Norris og félögum.

Norris byrjaði á því að kaupa Alf Common sem var fyrsti leikmaðurinn til þess að kosta meira en 100.000 pund en hann breytti litlu og liði hélt áfram að tapa.

Sala á leikmönnum var óumflýjanleg því skuldir félagsins voru háar. Ekki hefur það verið til þess að styrkja liðið og árið 1912 gerðist svo hið óumflýjanlega, Arsenal féll í aðra deild eftir að lenda í neðsta sæti 1. deildar. Norris brást skjótt við og leitaði nú um allt að stað fyrir nýjan leikvang fyrir félagið. Norris hafði augastað á svæði í N- London þar sem Highbury reis svo síðar. Deildarstjórnin tók líka skýrt fram að N-London væri nægilega stórt svæði fyrir tvö lið Tottenham og Arsenal. Fyrsti leikurinn á Highbury var spilaður í apríl 1913. Leicester Fosse voru lagðir að velli 2-1. Þá hafði Norris breytt nafninu og nú hét liðið Arsenal. Segja má að Norrris hafi tekið fyrstu skrefin í þá átt að gera Arsenal að því stórveldi sem það var á árunum eftir stríð. Árið 1919 spilaði hann svo loks út stærsta trompinu. Stjórn deildarinnar hafði ákveðið að fjölga um tvö lið í efstu deild. Norris sá að ef Arsenal ætti að lifa af þá yrðu þeir að fá þennan séns. Norris sem nú var kominn með aðalstign og átti sæti á þinginu notaði öll sín áhrif til þess að koma Arsenal á framfæri. Hann benti mönnum á að Arsenal hafði lengi spilað í efstu deild og fannst því að þeir ættu sætið skilið. Það kom svo á daginn að Derby og Preston, tvö efstu lið 2.deildar fengu sitt sæti ásamt Chelsea og þá var komið að því. Hvort yrði það Arsenal eða Tottenham sem hlyti aukasætið? Norris hafði áunnið sér stuðning forseta deildarkeppninnar og hann flutti snjalla ræðu sem varð til þess að Arsenal hreppti hnossið. En lífið brosti ekki við Arsenal. Norris reyndi allt sem hann gat en bág fjárhagsstaða og slakur árangur gerðu illt verra. Takmark Norris um að gera Arsenal að stærsta liði Englands hafði ekki tekist og hann ákvað að segja af sér. Hann auglýsti eftir nýjum framkvæmdarstjóra og sagði svo af sér. En hugsjónir hans höfðu orðið stjórnarmönnum í Arsenal hvatning til að gera betur og næstu ár skyldu verða ár uppbyggingar.





Wolwich Arsenal 1895.



Herbert Chapman

Í marmaraklæddu anddyri Highbury stendur bronsstytta af manninum sem gerði Arsenal að einu frægasta knattspyrnufélagi veraldar. Hann var draumóramaður sem skóp besta lið og voldugasta félag sem fram hafði komið í knattspyrnuheiminum.

Í æsku benti ekkert til þess að Chapman ætti eftir að vinna sér frægð og frama. Hann var sonur námuverkamanns í Yorkshire og spilaði sem framvörður í tíu ár. En það sem að einkenndi Chapman var óbilandi trú hans á sjálfum sér. Hann var með eindæmum atorkusamur, með gott auga fyrir viðskiptum og skipulagningu og orðum hans fylgdi sannfæringarkraftur. Það var hann sem að keypti leikmenn á borð við Charlie Buchan og Alex James. Menn sem síðar urðu goðsagnir í lifenda lífi. Það var hann sem fann upp hinn fræga búning fyrir Arsenal, þann rauða með hvítu ermunum og það var hann sem leiddi Arsenal til fimm meistaratitla og tveggja bikarsigra. Hann náði árangri sem var einstæður á þeim tíma.

Sín fyrstu spor í þjálfun steig hann árið 1907. Þá tók hann við liði Northhampton og gerði þá að Suðurdeildarmeisturum á aðeins tveim árum og sannaði þar með stjórnunarhæfileika sína. Chapman vissi strax frá byrjun að það yrði ekki létt verk að koma Arsenal á réttan kjöl en hann sá strax að allar forsendur voru fyrir hendi. Arsenal var vel staðsett rétt við miðborg London og ef honum tækist að snúa við blaðinu ætti liðið möguleika á miklu fylgi. En hann lofaði samt sem áður ekki skjótum árangri. Hann spáði sjálfur að það myndi taka 5 ár að ná árangri. Eitt hans fyrsta og jafnframt farsælasta verk var að ráða til liðsins sjúkraþjálfara. Sá hét Tom Whittaker og var fyrrum leikmaður. Þessi hlið íþróttarinar hafði verið mjög vanrækt fram að þessu en þetta sá Chapman strax að gæti haft áhrif. Chapman hinsvegar tók þessi mál strax föstum tökum. Hann sendi Whittaker í læri hjá þekktum skurðlækni og kom upp glæsilegustu sjúkraaðstöðu sem að þá þekktist í Englandi. Þeir félagar Norris ( sem þá var orðinn stjórnarformaður Arsenal) og Chapman urðu sammála um að peningum þyrfti að eyða til þess að árangur næðist. Þetta gekk þó svo langt að Arsenal var um tíma kallað Englandsbankinn sökum peningaflæðisins sem streymdi þar í gegnum allt.

Segja má að áhrif aðferða Chapmans hafi strax farið að gæta því strax annað tímabil hans komst liðið í úrslitin í bikarnum.

Leikurinn tapaðist reyndar en menn voru bjartsýnir á komandi tíma. Veturinn á eftir hafnaði liðið um miðbik deildarinnar og komst í undanúrslit bikarsins. Chapman hélt uppteknum hætti og hélt áfram að byggja upp lið með kaupum á ungum og efnilegum leikmönnum sem áttu eftir að sýna svo um munaði hvað í þeim bjó. Cliff Bastin og David Jack voru þar á meðal en þeir áttu síðar eftir að gera garðinn frægan.

Það var svo árið 1931 að Arsenal náði loks langþráðu markmiði. Liðið varð enskur meistari og setti stigamet í 1.deild 66 stig sem var ekki slegið fyrr en 1969 þegar Leeds náði 67 stigum. Næstu ár á eftir urðu tóm hamingja!



1930: Bikarmeistari

1931: Enskur meistari

1932. Annað sæti í deild og bikar

1933: Enskur meistari

1934: Enskur meistari

1935: Enskur meistari

1936: Bikarmeistari

1938: Enskur meistari



Veturinn 1932-33 reyndist þó einn sá eftirminnilegasti í sögu Arsenal. Það ár kom fyrsti meistaratitilinn, ný stúka sem tók 21 þús áhorfendur var reist á vesturhlið Higbury og Chapman hannaði nýju búningana. Þetta var þó einnig veturinn sem kallaður er enn í dag “ Walsall- veturinn”. Fáir ósigrar hafa orðið jafn fyrirferðamiklir á síðum ensku dagblaðanna en sá sem Arsenal varð fyrir gegn Walsall í 3. umferð bikarsins á Fellows Park, heimavelli Walsall. Walsall var þá 50 sætum neðar en Arsenal, lék í 3.deild. Sigur átti að vera formsatriði. Chapman hvíldi þrjá lykilmenn og þrír ungir leikmenn fengu sinn fyrsta séns með aðalliðinu. Hræðilegar aðstæður gerðu úrslit leiksins að hreinu happdrætti. Það kom snemma í ljós að liði sem myndi sýna meiri baráttuvilja myndi fara með sigur af hólmi. Walsall barðist vel og tók stjörnur Arsenal gjörsamlega úr umferð. Tvö mörk í fyrri hálfleik tryggðu Walsall sigurinn og Arsenal fóru aftur til London með skottið á milli lappanna. Þegar tveir titlar voru í höfn og sá þriðji á leiðinni dundi yfir reiðarslag. Chapman veiktist eftir að hafa eytt köldu janúarkvöldi í að skoða leikmann.



Tveim dögum seinna lést hann aðeins 56 ára að aldri. Eftirmaður hans var George Allison. Hann hélt velgengninni gangandi og undir hans stjórn varð liðið meistari 1935 og 38.

Herbert Chapman var samt sem áður maðurinn á bakvið þetta allt saman því með dugnaði, frábærum stjórnunarhæfileikum og útstjórnarsemi gerði hann Arsenal að því stórveldi sem það var orðið. Minning Chapmans lifir enn góðu lífi samanber styttuna af honum í Marble Hall á Highbury.





Herbert Chapman



Árin eftir Stríð

Árin á eftir var minningu Chapmans haldið á lofti. Liðið varð bikarmeistari 1936 en eftir það fór að halla undan fæti. Síðari heimstyrjöldin batt siðan ótímabæran enda á glæsilegasta kaflann í sögu Arsenal.

Eftir stríðið tók við endurbygging, ekki bara á leikmannahóp heldur á vellinum sjálfum. Leikvanginum fræga hafði verið lokað á meðan á stríðinu stóð og hann nýttur sem loftvarnarbyrgi. Þegar deildin hófst var liðið nánst að stíga sín fyrstu skref. Hrakspár á hrakspár ofan og allt í mínus. En nýir menn urðu til þess að hefja merki félagsins á loft á ný. Tom Whittaker fyrrum lærisveinn Chapmans var nú orðinn þjálfari og með honum starfaði Allison sem áður þjálfaði liðið. Rétt eins og við upphaf tíma Chapmans bjóst enginn við neinu af liðinu. Liðið hafði neyðst til að spila heimaleiki sína á velli erkifjandanna í Tottenham á stríðsárunum. Fyrsta árið undir stjórn þeirra félaga var liðið lengi vel í fallbaráttu en tókst að lokum að bjarga sér og endaði í 13. sæti. Veturinn 1947-48 settist Allison í helgan stein svo nú var það undir Whittaker komið að bjarga liðinu og reyna að snúa við blaðinu. Hann notaði svipaða formúlu og Chapman hafði gert nema að hann fjármagnaði ekki allt með lánum eins og Chapman. Whittaker hafði úr miklum peningum að spila því á þessum árum varð gífurleg aukning á áhorfendum sem skilaði sér svo í auknum tekjum. Hann keypti hverja stjörnuna af annari og það skilaði sér. Þetta ár vann Arsenal titilinn eftirsótta, var reyndar búið að tryggja sér hann þegar mánuður var eftir af tímabilinu. Árið eftir olli vonbrigðum en 1950 var bikarár hjá Arsenal. Whittaker þótti snjall og útsjónarsamur enda sannaði hann það hvað eftir annað að hann vissi hvað hann var að gera þegar að kaupum á leikmönnum kom. En samt sem áður tókst honum ekki að halda vélinni gangandi. Titillinn árið 1953 varð sá síðasti undir hans stjórn. Meiðsli og elli þessa magnaða framkvæmdastjóra buttu enda á hans feril hjá Arsenal. Bill Nicholson hjá Tottenham benti á áratug síðar þegar stórlið hans leystist upp að knattspyrnan gangi í hringi. “ Það sem máli skiptir er að rjúfa hringinn með því að kaupa nýja leikmenn áður en þeir sem fyrir eru verða of gamlir”. Þetta eru orð að sönnu og hafa margsannast í gengum tíðina. Margir leikmanna Whittakers höfðu sungið sitt síðasta og þrátt fyrir nær ótakmörkuð fjárráð reyndist honum erfitt að næla í stjörnur. Því varð úr að titillinn 1953 varð síðasti “stóri” titillinn í 17 ár.
Veturinn 1953-54 byrjaði illa. Alex James lést og Joe Mercer lykilmaður á miðjunni fótbrotnaði og þar með var ferli hans lokið. Whittaker reyndi þó allt hvað hann gat og keypti landsliðsmiðherjann Tommy Lawton. En allt kom fyrir ekki og Arsenal olli vonbrigðum með því að hafna í 12.sæti 1. deildar og féll út úr bikarnum í 4. umferð. Árið 1956 lést svo Tom Whittaker í starfi eins og fyrirrennari hans Chapman. Hann var aðeins 3. framkvæmdastjórinn á 30 árum. Næstu tíu ár gengdu hinsvegar fjórir stöðu framkvæmdastjóra. Jack Chryston og George Swindin stóðu sig báðir ágætlega en vantaði alltaf herslumuninn. George Eastham var næstur í röðinni og hann olli vonbrigðum og var látinn fara eftir tvö ár í starfi. Eftirmaður hans var reynslulaus framkvæmdastjóri Billy Wright að nafni. Í fjögurra ára valdatíð sinni var það merkilegasta sem hann gerði að byggja upp hið sigursæla Arsenal lið í byrjun næsta áratugar. Menn á borð við Ray Kennedy, Peter Simpson, Peter Storey, Jon Sammels og Pat Rice. Hann keypti líka framtíðarfyriliðann Frank Mclintock frá Leicester. En eftir að Arsenal lenti aðeins í 14.sæti veturinn 1965-66 ( félagið hafði ekki lent neðar í 36 ár), var hann látinn fara.





Alex James og Cliff Bastin. Tvær af fyrstu “stjörnum” Arsenal.


Tvöfaldur Sigur

Sá dagur gleymist seint á Higbury þegar Bertie Mee ( arftaki Wrights) og Arsenal risu loks undan skugga Chapmans og hans ódauðlegu hetju. Arsenal tryggði sér tvöfaldan sigur ( deild og bikar) á Wembley í maí 1971 með því að sigra Liverpool í úrslitum bikarsins. Arsenal varð þar með annað liðið til þess að sigra tvöfalt en nákvæmlega tíu árum fyrr hafði Tottenham leikið sama leikinn. Það var því skemmtileg tilviljun að til þess að tryggja sér enska meistaratitilinn þurfti Arsenal stig gegn Tottenham í sínum seinasta leik. Þetta var líka mikilvægur leikur fyrir Tottenham því tap gegn Arsenal er það versta sem þeir vita og þeir hefðu gjarnan viljað stöðva sigurgöngu Arsenal. Þetta þykir enn þann dag í dag eitt magnaðasta knattspyrnukvöld í N-London. White Hart Line var troðfullur og áhangendur fylltu nærliggjandi götur. Arsenal vann leikinn 0-1 eftir mark frá hinum 19 ára gamla Ray Kennedy.

Valdatíð Bertie Mee hófst í skugga heimstarakeppninnar 1966 sem haldinn var í Englandi. Fæstir tóku eftir því þegar hann var ráðinn en all-margir tóku eftir honum þegar liðið vann hinn sæta tvöfalda sigur 70-71. Mee hafði enga reynslu sem framkvæmdarstjóri en hafði verið sjúkraþjálfari hjá Arsenal í sex ár. Mee þótti lítillátur og þrátt fyrir að vera með knattspyrnuþjálfararéttindi frá enska knattspyrnusambandinu var hann alltaf með ungan og efnilegan þjálfara við hliðina á sér. Það fyrsta sem hann gerði var nefnilega að næla í efnilegasta þjálfara landsins. Dave Sexton hét hann og leikmenn kunnu vel að meta hugmyndir hans. Fyrsta verkefni Mees var að byggja upp aga og stolt. Sexton útskýrði fyrir leikmönnum hvernig best væri að fara að því. “ Hver einasti leikmaður í hvað stöðu sem er, þarf bæði að huga að vörn og sókn. Liðið þarfnast mikils úthalds, óeigingirni, ákveðni og liðsanda”. Leikmenn voru keyptir og má þar helst nefna George Graham og Bob Mcnab. Á vormánuðum var endurreisnin kominn vel á veg og stjórnin skynjaði að eitthvað lá í loftinu. Bertie Mee var gefinn langur samningur og Sexton ákvað að vera áfram. Á fyrsta vetri Mees hafnaði liðið í 7. sæti deildarinnar og komst í 5.umferð bikarkeppninnar. Tvo næstu vetur 1967-68 og 1968-69, komst liðið í tæri við titla í fyrsta skipti síðan meistaraárið 1953, en varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að tapa bikarúrslitaleikjum tvö ár í röð á Wembley. En einmitt þegar aðdáendur og aðrir voru að fagna því að veldi Arsenal hafði vaxið á ný dundi reiðarslag yfir.

Dave Sexton var lokkaður yfir ána og gekk til liðs við Chelsea. Eftirmaður hans var maður að nafni Don Howe. Fæstir höfðu trú á honum þegar hann byrjaði en hann átti fljólega eftir að sanna að þar var einnig snjall þjálfari áferð. Fyrsta tímabil hans sem aðstoðarmaður Mees endaði liðið í 9.sæti deildarinnar og mátti enn og aftur bíta í það súra epli að tapa úrslitaleik bikarsins á títtnefndum Wembley leikvanginum. En leiðin að tvennuni átti enn eftir að vera þyrnum stráð.

Timabilið 1969-70 var hálf undarlegt að mörgu leyti. Meðan ekkert gekk upp á heimaslóðum riðu skytturnar um héruð í Evrópu og sigruðu hvert liðið á fætur öðru.

Í Englandi var hinsvegar sem annað lið hlypi inná völlinn þegar leikur hófst. Gengið var vægast sagt slæmt. Liðið var slegið út úr FA-bikarnum eftir aukaleik við 2.deildarlið Blackburn og lenti svo um miðja deild. Þar gekk ekkert upp og gerði liðið til dæmis 18 jafntefli yfir tímabilið. Borgarkeppni Evrópu var á þessum tíma stór keppni og þar sýndi Arsenal góð tilþrif. Lið Glentoran var lagt að velli, næst komu auðveldir sigrar gegn Sporting Lissabon og í 8 liða úrslitunum var lið Dinamo Baku frá Rúmeníu einnig lagt nokkuð auðveldlega. Í undanúrslitum borgarkeppninnar var hið stjörnum prýdda lið Ajax með Johan Cruyff innanborðs tekið í bakaríið á Higbury 3-0 og svo tap 1-0 í seinni leiknum í Hollandi. Þá var komið að úrslitaleikjunum tveimur. Mótherjarnir voru Anderlecht frá Belgíu. Fyrri leikurinn tapaðist á útivelli 3-1. Seinni leikurinn fór fram fyrir troðfullum Highbury í grenjandi rigningu. Eftir æsispennandi leik þar sem Arsenal leiddi 2-0 framanaf ( 3-3 samanlagt) skoraði Jon Sammels sigurmarkið og mikill fögnuður braust út á Highbury.

Keppnistímabilið 1970-71 fór ekki vel af stað og allt gekk liðinu í óhag. Enginn lét sig í upphafi tímabilsins dreyma um að liðið mundi sigra í deildinni, hvað þá í deild og bikar eins og raunin varð! Þær gleðifréttir bárust fyrir tímabilið að Arsenal yrði gefinn séns á verja titil sinn í Borgarkeppninni þrátt fyrir að hafa ekki náð nógu góðum árangri í 1. deildinni árið áður. Einn hængur var þó á. Mótherjarnir í 1.umferð voru hið geysiöfluga lið Lazio frá Ítalíu. Fyrri leikurinn var spilaður á Ítalíu í vægast sagt óvinveittu umhverfi en 2-2 jafntefli var vel ásættanlegt. En leikurinn átti eftir að draga dilk á eftir sér. Eftir að leikmenn Arsenal yfirgáfu kvöldverðarboð sem þeim var haldið, sátu mótherjar þeirra úr Lazio fyrir þeim í nærliggjandi götu og úr urðu mikil átök. Leikmönnum Arsenal tókst þó að komast í burtu tiltölulega heilir og upp á hótel. Enn þann dag í dag þykir þetta einn svartasti bletturinn í evrópskri knattspyrnusögu.





Leikmenn Arsenal koma heim eftir að tvennan er í höfn.


Enginn læti urðu þó í kringum seinni leikinn og sigraði Arsenal hann 2-0. Í deildinni fór líka allt að ganga upp og 25 stig af 28 möguleikum komu liðinu í baráttu um meistaratign. Bikarkeppnin gekk líka vel en í Evrópukeppninni var róðurinn farinn að þyngjast. Sturm Graz frá Austurríki vannst í tveimur erfiðum leikjum og síðan var Beveren lagt að velli. Í 8-liða úrslitum féll liðið svo loks út fyrir Köln eftir 2-1 sigur á Highbury og 1-0 tap í Þýskalandi. Þjóðverjarnir komust áfram á marki á útivelli. Þetta þýddi að nú gat Arsenal einbeitt sér að baráttunni heima fyrir. Leeds var á toppnum en tap heima gegn Liverpool gaf Arsenal aukna möguleika. Þegar upp var staðið nægði Arsenal jafntefli í sínum síðasta leik gegn Tottenham á White Hart Lane til þess að tryggja sér enska meistaratitilinn. Það tókst og gott betur því Ray Kennedy skoraði sigurmarkið í leiknum og þar með var titilinn í höfn. En framundan var bikarúrslitaleikur gegn Liverpool. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og svo fór að hann var framlengdur. Í upphafi framlengingarinnar skoraði Steve Highway fyrir Liverpool. Arsenal tókst að jafna skömmu síðar eftir mark frá Eddie Kelly. Það var svo Charlie George sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok seinni hluta framlengingarinnar. Þar með náði Arsenal þeim frábæra árangri að verða aðeins annað liðið til að sigra tvöfalt.



Nýir Tímar

Tímabilið á eftir fór illa af stað. Don Howe þjálfari gekk til liðs við WBA. Þar fékk hann tækifæri til þess að standa sig sem framkvæmdastjóri en ekki bara þjálfari. Mikil eftirsjá var í Howe en Steve Burtenshaw tók sæti hans sem þjálfari. Allir biðu spenntir eftir því að sjá hvort Arsenal tækist að verja a.m.k annan titla sinna. En það gekk ekki eftir og eftir tap fyrir Sunderland í bikarnum var ljóst að þetta tímabil yrði bara vonbrigði. Reyndar gekk liðinu ágætlega í Evrópukeppni meistaraliða, komst í átta liða úrslit en féll þar út fyrir hollensku meisturunum í Ajax. Ajax sigraði svo þessa keppni enda ríkti á þessum tíma gullöld í hollenskri knattspyrnu. Eftir tímabil sem flest lið hefðu verið sátt við ríkti óánægja á Highbury. Launadeilur og umdeild kaup á Jeff Blocley voru heldur ekki til að minnka óánægjuna sem kraumaði undir niðri. Leikmenn hurfu á brott í hrönnum en Mee var ákveðinn í að byggja upp á ný sterkt lið sem gæti náð titlum til Highbury. 1973-74 var það sama uppi á teningnum. Ekkert gekk upp og liðið endaði í 10.sæti 1. deildar. Um sumarið fór fram endurskoðun á leikaðferðum liðsins. Brian Kidd var keyptur frá ManUtd en allt kom fyrir ekki. Þetta tímabil urðu aðdáendur að láta sér nægja minningarnar um fyrri frægð. Lengi vel leit þó út fyrir að liðið gerði góða hluti í bikarnum en tap gegn West Ham í 8-liða úrslitum gerði þær vonir að engu. Þegar það var afstaðið blasti við fall í 2.deild. En leikmenn börðust eins og ljón og enduðu loks í 16.sæti. Bertir Mee hafði sungið sitt síðasta. Síðasta tímabil hans með Arsenal var 1975-76. Liðið stóð á tímamótum. Hafnaði í 17.sæti, lakasti árangur síðan 1925 og féll út í fyrstu umferð bikarsins. Sumarið eftir héldu menn áfram að tínast á brott. Einhverjir komu í staðin eins og David O´Leary, kornungur bakvörður og Frank Stapelton, baráttuglaður miðjumaður. En að lokum gafst Bertie Mee upp, þoldi ekki álagið og sagði upp. Miklar vangaveltur hófust nú um það hver yrði framkvæmdastjóri. Margir voru í sigtinu en það varð svo úr að Terry Neill, fyrrum miðvörður Arsenal tók við stjórninni. Neill vissi sem var að uppbygging yrði að hefjast og það strax áður en það yrði of seint. Hann byrjaði því á að kaupa Malcolm Macdonald, stóran og sterkan framherja sem ætlað var að verða maðurinn sem skora ætti mörkin fyrir liðið. Það gekk eftir. Hann skoraði 29 mörk á sínu fyrsta tímabili með Arsenal. Leikmenn komu og fóru og liðið þótti leika skemmtilega knattspyrnu. Eftir sex tapleiki í röð náði liðið sér loks á strik og hafnað í 8.sæti deildarinnar.

Lítið gekk næstu árin á eftir og besti árangurinn var að sigra í bikarnum vorið ´77. ManUtd voru lagðir að velli í spennandi úrslitaleik. Veturinn á eftir var liðið gjarnan borið saman við hið sigursæla tvennu lið en tveir bikarúrslitaleikir (FA og Legue) án sigurs var það næsta sem liðið komst titli það árið. Þetta gat bara endað á einn veg. Terry Neill hafði mistekist að byggja upp nýtt lið og eftir fáránleg kaup og ennþá fleiri tapleiki var hann látinn fara. Eftirmaður hans var títtnendur Don Howe sem var nú kominn aftur “heim”. Hann komst að því 1987 að það er hægara sagt en gert að halda um stjórnvölinn hjá Arsenal. Reyndar var liðinu búið að ganga ágætlega í valdatíð hans en engir titlar var eitthvað sem enginn gat sætt sig við og því fór sem fór. Howe lét af störfum og við tók George nokkur Graham.



1987-2000

George Graham tók við sumarið ´87 og tók strax til við að byggja upp lið sem átti að verða nýtt stórveldi í enskri kanttspyrnu. Hann hóf að kaupa leikmenn til Highbury og má þar helst nefna Alan Smith og Steve Bould. Nigel Winterburn og Lee Dixon voru líka á þessum tíma að stíga sín fyrstu skref með aðalliði Arsenal. Michael Thomas gekk líka til liðs við liðið og átti hann eftir að reynast betri en enginn. Lítið markvert var þó að gerast hjá Arsenal fyrir utan að liðið komst í úrslitaleik Littlewoods bikarkeppninnar en tapaði þar fyrir Luton Town 3-2. En tímabilið 88-89 átti eftir að verða mun eftirminnilegra. Arsenal átti lengi framan af tímabilinu undir högg að sækja en um jólaleytið var Arsenal komið á toppinn og allt gekk í haginn. Arsenal hafði þegar mest var 12 stiga forystu á keppinauta sína frá Liverpool. En leikmenn Liverpool sáu til þess að baráttan héldist út tímabilið. Á meðan ekkert gekk upp hjá Arsenal var Liverpool á miklu skriði og þegar maí rann upp hafði Liverpool ekki aðeins náð Arsenal heldur skotist upp fyrir þá í töflunni. Þetta tímabil voru þessi tvö lið í sérflokki og spurningin var aðeins hvort þessara liða yrði meistari. Frestaður leikur sem hefði átt að vera búinn á milli Arsenal og Liverpool var settur á sem seinasti leikur tímabilsins og það varð úrslitaleikur sem seint gleymist. Liverpool hafði þrem fyrir leikinn þrem stigum meira en Arsenal og til þess að eiga möguleika varð Arsenal að sigra með a.m.k. tveim mörkum. Liverpool var búið að sigra tíu seinustu leiki sína á Anfield svo það var á brattan að sækja fyrir Arsenal. Arsenal náði forystunni með marki frá Alan Smith og þannig hélst staðan allt til loka. Aðdáendur Liverpool voru farnir að fagna þegar Michael Thomas skoraði eitt þýðingarmesta Arsenal markið frá upphafi, þegar 91mín og 22sek voru búnar af leiknum. Arsenal hafði unnið sinn fyrsta titil síðan 1970-71 og sinn níunda alls eftir eina mest spennandi lokabaráttu sem um getur. George Graham hafði tekist það. Arsenal var aftur orðið eitt besta lið Englands en næsta tímabil á eftir myndi láta reyna á hversu gott í raun liðið væri.

Graham lagði ávallt áherslu á varnarleik. Það kom því engum á óvart þegar nýr markmaður var keyptur. David Seaman kom frá QPR og reyndist hann vera einmitt sá markmaður sem liðið þurfti. Anders Limpar kom einnig til liðs við liðið ásamt Andy Linnighan til að hressa upp á sóknarleikinn. Hornsteinn hafði verið lagður að öðru eftirtektarverðu tímabili í sögu Arsenal.

Tímabilið 1990-91 var tímabil Arsenal. Þetta var tímabilið þegar liðið skoraði 74 mörk í deildinni og fékk aðeins á sig 18 og tapaði aðeins einum leik allan veturinn. En þetta var líka tímabilið þegar fyriliðinn Tony Adams var tekinn fyrir ölvunarakstur og sat inni í fjóra mánuði. Þetta var að sjálfsögðu blóðtaka fyrir liðið en þeir svöruðu með því að vinna deildina og tryggja sér þar með titilinn í 10 skiptið. Á Higbury skein sólin nú sem aldrei fyrr. En næsta tímabil á eftir ( 91-92 ) varð ekki alveg jafn eftirminnilegt. Það sem stóð upp úr voru kaupin á Ian Wright frá Crystal Palace. Hann skoraði í sínum fyrsta leik með Arsenal þar sem hann kom inná og skoraði svo þrennu í næsta leik sem var hans fyrsti heili leikur með liðinu. Hann skoraði 26 mörk þetta tímabil og varð brátt uppáhald allra á Highbury. Arsenal féll úr í bikarnum fyrir Wrexham og Graham lýsti því yfir að það hefði verið botninn á hans ferli. Liðið endaði í 4.sæti deildarinnar eftir að vera taplausir frá byrjun febrúar.

1992-93 var tímabilið þegar 1.deildin varð að “Premier Legue” eða úrvalsdeild. The North Bank, sem er ein hliðin á stúkunum á Highbury fékk andlitslyftingu og varð að “All Seater”. Mikil umræða varð þó um verkið þar sem verktakinn var sakaður um kynþáttafordóma. Þannig var að á meðan framkvæmdum stóð var reistur veggur sem lokaði alveg stúkunni og aðskildi verkamenn frá vellinum. Á þennan vegg voru máluð andlit svo útkoman varð eins og The North Bank stúkan væri troðfull á hverjum einasta leik. En einhver tók eftir því að ekki eitt einasta andlit á veggnum var svart svo einhverjir urðu fúlir. Þetta var lagað í hvelli og menn gátu einbeitt sér að boltanum. En þetta tímabil endaði ekki jafn vel og umræðan um vegginn góða. Tíunda sæti í deild varð útkoman en það var annað sem kætti aðdáendur sem og aðra. Arsenal varð fyrsta liðið í sögunni til að sigra bæði FA-bikarinn og deildarbikarinn. Báðir úrslitaleikirnir voru gegn Sheffield Wednesday og unnust báðir 2-1. En þetta urðu seinustu titlarnir sem George Graham nældi í heima fyrir. En hans seinasti titil sem stjóri hjá Arsenal vannst 1994 þegar Arsenal sigraði Parma frá Ítalíu í Evrópukeppni bikarhafa. Aðdragandinn að brotthvarfi Grahams hjá Arsenal var nokkuð langur. Tímabilið 1994-95 var ekki eins og best hefði verið á kosið. Þetta er tímabil sem aðdáendur vilja gleyma sem fyrst. Fyrir tímabilið var Arsenal þó spáð góðu gengi. Liðið hafði öðlast nokkra reynslu og þótti til alls líklegt. En annað kom á daginn. Skandalar á skandala ofan er held ég besta lýsingin á gengi liðsins jafnt innan sem utan vallar. Liðið var lengi framan af í bullandi fallbaráttu og það var ekki fyrr en undir lokin að liðið tók kipp og bjargaði sér. Endaði í 12.sæti sem var slakasti árangurinn frá 1976.

En utan vallar gekk líka allt á afturfótunum. Paul Merson, ein af stjörnum Arsenal, lýsti því yfir opinberlega að hann væri háður bæði áfengi og fjárhættuspili og hefði þar að auki notað kókaín í þó nokkrun tíma. Stjórinn sjálfur var þó í mestum vandræðunum. Eftir að sú saga hafði gengið í nokkurn tíma að mútur hefðu komið nálægt kaupunum á John Jensen og Pal Lydersen lét stjórn enska knattspyrnusambandsins rannsaka málið. Út frá því játaði George Graham í febrúar 1995 að hafa greitt umboðsmanni þeirra undir borðið. Hann var rekinn frá Arsenal og bannaður frá knattspyrnu í eitt ár af knattspyrnusambandinu. Þetta var því ömurlegt ár. Liðið féll út úr bikarnum fyrir Milwall og tapaði fyrir Liverpool í deildarbikarnum. Lengi vel leit þó út fyrir að vel mundi ganga að verja Evrópubikarinn frá árinu á undan. Liðið komst alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Real Zaragoza með marki á lokasekúndum framlengingar. Nýr framkvæmdastjóri tók við. Bruce Rioch hét hann og hans fyrsta verk var að næla í Dennis Bergkamp og David Platt. Menn vissu að þetta ár yrði ár uppbygginar en vonuðu þó að tölfræðin yrði liðinu hliðholl þetta árið. Síðan 1986 hafði liðið nefnilega ekki leikið lengur en tvö tímabil án þess að vinna ekki einhverja titla. Á þessum tímapunkti var þó ljóst að breytinga var þörf. Þær létu ekki á sér standa. Fyrir utan kaupin á Platt og Bergkamp hættu Alan Smith og Paul Davis, lykilmenn fyrri ára. Rioch breytti leikstílnum töluvert. Hann vildi stutt spil en ekki langar sendingar eins og höfðu lengi tíðkast fram að þessu. Þetta gekk vel og illa til skiptis. Enn vantaði stöðugleika í liðið. En þegar Ian Wright og Dennis Bergkamp fundu hvorn annan fór allt að ganga upp. Liðið sat lengi vel í þriðja sæti og virtist til alls líklegt. En meiðsli hjá lykilmönnum á borð við Wright. Bergkamp, Adams og Steve Bould settu strik í reikningin. Liðið féll niður í fimmta sæti en lengra féll það ekki þökk sé óþekktum leikmanni Martin Keown að nafni. Hann tók stöðu miðvarðar í fjarveru Bould og Adams og eftir það átti Bould varla afturkvæmt í liðið. Liðið endaði í fimmta sæti og tryggði sér þar með þátttökurétt í UEFA-bikarnum næsta tímabil á eftir. En engir titlar unnust þetta árið og Rioch ætlaði sér stóra hluti. En hann gerði ekki mikið um sumarið. Engin stór kaup eins og allir hefðu beðið eftir fyrir utan kaupin á Viera og Remi Garde. En það var ekki nóg. Fólk vildi fá stjörnur og síðast en ekki síst titla. Þetta ásamt orðrómi um að Rioch og stjórnarformaður Arsenal, David Dein, væru ekki sammál um neitt varð loks til þess að honum var sagt upp fimm dögum fyrir upphaf tímabilsins 96-97. Enn og aftur stóð liðið á tímamótum.

Pat Rice og Stewart Houston, þjálfarar hjá liðinu tóku tímabundið við stjórn liðsins og enginn bjóst við neinum árangri. Nýr framkvæmdastjóri var ráðinn. Frakkinn Arsene Wenger hafði verið ráðinn en átti ekki að taka við fyrr en í september. Hann var að ljúka störfum sínum í Japan þar sem hann þjálfaði lið Grampus Eight í japönsku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn voru keyptir þar á meðal hinn síðar umdeildi Nicolas Anelka á 500 þús pund frá PSG. Tímabilið fór þó ágætlega af stað. Í september þegar Wenger tók við sat liðið í öðru sæti, á eftir ManUtd. Fyrsti leikur Wengers var gegn Blacburn og vannst hann 2-0. Tímabilið gekk ágætlega og greinilegt var að Wenger var á réttri leið með liðið. Það endaði í 3.sæti deildarinnar og menn skynjuðu breytingar og öllum hlakkaði til næsta tímabils. Og ekki minnkaði tilhlökkunin þegar að sumarkaupin litu dagsins ljós. Marc Overmars. Emmanuel Petit og Gilles Grimandi voru allir keyptir og þeir ásamt Anelka og Viera áttu í sameiningu að mynda sterkan kjarn sem mundi, enn á ný, hesthúsa titla á Highbury. Þetta varð tímabil sem enginn vill gleyma. Tvöfaldur sigur, deild og bikar, var eitthvað sem enginn hafði látið sig dreyma um. Sérstaklega ekki í nóvember og desember þegar bilið á milli Arsenal í öðru sæti og ManUtd í fyrsta sæti virtist aldrei minnka. Enn óslitin sigurganga frá því í febrúar og þar til yfir lauk var það sem þurfti til og Arsenal komst á toppin. Reyndar féll liðið út úr deildarbikarnum en það var deild og bikar sem menn einblíndu á. Í bikarnum gekk líka allt eins og í sögu og það var mikill fögnuður þegar Tony Adams lyfti FA bikarnum eftir sigur á Newcastle í úrslitaleik og staðfesti þar með tvennuna góðu. Þetta var í annað skiptið sem Arsenal vann tvöfalt og það á aðeins öðru tímabili Wengers. Og áfram hélt uppbyggingin. Kanu og Freddie Ljungberg voru helsta tilhlökkunarefnið í sumarkaupunum og Wenger var að yngja upp. Ian Wright hætti að spila eftir að hafa átt í þrálátum meiðslum lengi og David Platt fór sömu leið eftir að hafa verið út úr hópnum stóran hluta tímabilsins á undan. Eftir glæsilegt tímabil þar sem tvenna leit dagsins ljós biðu allir spenntir eftir því að sjá hvað mundi gerast þetta tímabil. En engir urðu titlarnir þetta árið þrátt fyrir að ótrúlega litlu hafi munað. Reyndar vannst leikurinn um góðgerðarskjöldinn en það var ekki nóg. Baráttan var mjög hörð og það kom svo á daginn að ManUtd vann með aðeins einu stigi.

Arsene Wenger er maðurinn sem hefur lyft Arsenal upp úr öldudal fyrri ára og undir hans stjórn er liðið til alls líklegt. Þó að þetta tímabil ( 99-00 ) hafi ekki fært Arsenal enska titilinn þá er Evrópu-bikar vonandi á leiðinni, svo velgengnin heldur áfram……..


Saga Arsenal hófst fyrir u.þ.b. 105 árum síðan. Árið er 1886 og staðurinn er London. Nokkrir vélsmiðir úr hinni konunglegu hergagnaverksmiðju “Woolwich Royal Arsenal” ákveða að stofna knattspyrnulið. Rúgbý var þá aðalsportið en fótbolti á hraðri uppleið. Þeir höfðu yfir að ráða fótboltavelli sem afmarkaðist af húsagörðum öðrumegin og litlum læk hinum megin. Þeir höfðu með töluverðri vinnu náð að safna digrum sjóði sem var 52 1/2 penní sem ætlunin var að nota í búninga og boltakaup. Fyrsti leikurinn var leikinn við lið Eastern Wanderers og vannst sá leikur 6-0. Á þessum tíma hét liðið Dial Square. Þannig hófst í raun saga þessa félags sem er eitt það stærsta í Englandi og var heillengi á árunum fyrir seinna stríð, stærsti klúbbur í heimi. Næsta skref var að skipta um nafn. Liðið hét nú Royal Arsenal. Aðstöðuleysi hindraði þessa stórhuga menn ekki í að halda áfram að spila knattspyrnu. Árið 1891 hafði félagið unnið allar bikarkeppnirnar í London og þar með skotist fram úr eldri liðum á borð við Tottenham og Milwall. En eitthvað vantaði uppá. Stóru liðin að Norðan voru enn of sterk fyrir “litla” Arsenal og það var ekki fyrr en atvinnumennsku var komið á hjá Arsenal að hjólin tóku að snúast af alvöru. Fljótlega voru umsvifin orðinn það mikil að liðið varð að eignast leikvang. Fyrsti völlurinn sem Arsenal eignaðist var Manor Field við Manor veg og gátu þeir þar byggt stúku sem þeir gátu verið stoltir af. En bakslag kom í þetta ferli þegar hin liðin í Norður Englandi sem hingað til höfðu viljað spila við Arsenal tóku nú uppá því að neita að spila við þá. Á þeim tíma var Arsenal eina liðið í S-Englandi sem hafði tekið upp atvinnumennsku og það fór illa í hin liðin. Enska knattspyrnusambandið snéri líka baki við þeim svo nú urðu þeir að róa á önnur mið. Reynt var að fá stóru liðin fyrir sunnan til þess að stofna deild en þeir vildu það ekki. Nú voru góð ráð dýr. Arsenal sá nú fram á dökka tíma. Þeir þurftu að leggja á sig löng og erfið ferðalög til að fá leiki og aðsókn á Manor Ground sem hingað til hafði verið mjög góð, eða um 12 þúsund manns á leik, fór ört dvínandi. Allt virtist vera á niðurleið þegar maður að nafni Henry Norris kom til bjargar. Sá var formaður Fulham og vildi hann yfirtaka Arsenal og flytja það til Craven Cottage sem er heimavöllur Fulham. Stjórn deildakeppninnar var mótfallinn þessari sameiningu svo nú hófst tími uppbyggingar hjá Norris og félögum.

Norris byrjaði á því að kaupa Alf Common sem var fyrsti leikmaðurinn til þess að kosta meira en 100.000 pund en hann breytti litlu og liði hélt áfram að tapa.

Sala á leikmönnum var óumflýjanleg því skuldir félagsins voru háar. Ekki hefur það verið til þess að styrkja liðið og árið 1912 gerðist svo hið óumflýjanlega, Arsenal féll í aðra deild eftir að lenda í neðsta sæti 1. deildar. Norris brást skjótt við og leitaði nú um allt að stað fyrir nýjan leikvang fyrir félagið. Norris hafði augastað á svæði í N- London þar sem Highbury reis svo síðar. Deildarstjórnin tók líka skýrt fram að N-London væri nægilega stórt svæði fyrir tvö lið Tottenham og Arsenal. Fyrsti leikurinn á Highbury var spilaður í apríl 1913. Leicester Fosse voru lagðir að velli 2-1. Þá hafði Norris breytt nafninu og nú hét liðið Arsenal. Segja má að Norrris hafi tekið fyrstu skrefin í þá átt að gera Arsenal að því stórveldi sem það var á árunum eftir stríð. Árið 1919 spilaði hann svo loks út stærsta trompinu. Stjórn deildarinnar hafði ákveðið að fjölga um tvö lið í efstu deild. Norris sá að ef Arsenal ætti að lifa af þá yrðu þeir að fá þennan séns. Norris sem nú var kominn með aðalstign og átti sæti á þinginu notaði öll sín áhrif til þess að koma Arsenal á framfæri. Hann benti mönnum á að Arsenal hafði lengi spilað í efstu deild og fannst því að þeir ættu sætið skilið. Það kom svo á daginn að Derby og Preston, tvö efstu lið 2.deildar fengu sitt sæti ásamt Chelsea og þá var komið að því. Hvort yrði það Arsenal eða Tottenham sem hlyti aukasætið? Norris hafði áunnið sér stuðning forseta deildarkeppninnar og hann flutti snjalla ræðu sem varð til þess að Arsenal hreppti hnossið. En lífið brosti ekki við Arsenal. Norris reyndi allt sem hann gat en bág fjárhagsstaða og slakur árangur gerðu illt verra. Takmark Norris um að gera Arsenal að stærsta liði Englands hafði ekki tekist og hann ákvað að segja af sér. Hann auglýsti eftir nýjum framkvæmdarstjóra og sagði svo af sér. En hugsjónir hans höfðu orðið stjórnarmönnum í Arsenal hvatning til að gera betur og næstu ár skyldu verða ár uppbyggingar.





Wolwich Arsenal 1895.



Herbert Chapman

Í marmaraklæddu anddyri Highbury stendur bronsstytta af manninum sem gerði Arsenal að einu frægasta knattspyrnufélagi veraldar. Hann var draumóramaður sem skóp besta lið og voldugasta félag sem fram hafði komið í knattspyrnuheiminum.

Í æsku benti ekkert til þess að Chapman ætti eftir að vinna sér frægð og frama. Hann var sonur námuverkamanns í Yorkshire og spilaði sem framvörður í tíu ár. En það sem að einkenndi Chapman var óbilandi trú hans á sjálfum sér. Hann var með eindæmum atorkusamur, með gott auga fyrir viðskiptum og skipulagningu og orðum hans fylgdi sannfæringarkraftur. Það var hann sem að keypti leikmenn á borð við Charlie Buchan og Alex James. Menn sem síðar urðu goðsagnir í lifenda lífi. Það var hann sem fann upp hinn fræga búning fyrir Arsenal, þann rauða með hvítu ermunum og það var hann sem leiddi Arsenal til fimm meistaratitla og tveggja bikarsigra. Hann náði árangri sem var einstæður á þeim tíma.

Sín fyrstu spor í þjálfun steig hann árið 1907. Þá tók hann við liði Northhampton og gerði þá að Suðurdeildarmeisturum á aðeins tveim árum og sannaði þar með stjórnunarhæfileika sína. Chapman vissi strax frá byrjun að það yrði ekki létt verk að koma Arsenal á réttan kjöl en hann sá strax að allar forsendur voru fyrir hendi. Arsenal var vel staðsett rétt við miðborg London og ef honum tækist að snúa við blaðinu ætti liðið möguleika á miklu fylgi. En hann lofaði samt sem áður ekki skjótum árangri. Hann spáði sjálfur að það myndi taka 5 ár að ná árangri. Eitt hans fyrsta og jafnframt farsælasta verk var að ráða til liðsins sjúkraþjálfara. Sá hét Tom Whittaker og var fyrrum leikmaður. Þessi hlið íþróttarinar hafði verið mjög vanrækt fram að þessu en þetta sá Chapman strax að gæti haft áhrif. Chapman hinsvegar tók þessi mál strax föstum tökum. Hann sendi Whittaker í læri hjá þekktum skurðlækni og kom upp glæsilegustu sjúkraaðstöðu sem að þá þekktist í Englandi. Þeir félagar Norris ( sem þá var orðinn stjórnarformaður Arsenal) og Chapman urðu sammála um að peningum þyrfti að eyða til þess að árangur næðist. Þetta gekk þó svo langt að Arsenal var um tíma kallað Englandsbankinn sökum peningaflæðisins sem streymdi þar í gegnum allt.

Segja má að áhrif aðferða Chapmans hafi strax farið að gæta því strax annað tímabil hans komst liðið í úrslitin í bikarnum.

Leikurinn tapaðist reyndar en menn voru bjartsýnir á komandi tíma. Veturinn á eftir hafnaði liðið um miðbik deildarinnar og komst í undanúrslit bikarsins. Chapman hélt uppteknum hætti og hélt áfram að byggja upp lið með kaupum á ungum og efnilegum leikmönnum sem áttu eftir að sýna svo um munaði hvað í þeim bjó. Cliff Bastin og David Jack voru þar á meðal en þeir áttu síðar eftir að gera garðinn frægan.

Það var svo árið 1931 að Arsenal náði loks langþráðu markmiði. Liðið varð enskur meistari og setti stigamet í 1.deild 66 stig sem var ekki slegið fyrr en 1969 þegar Leeds náði 67 stigum. Næstu ár á eftir urðu tóm hamingja!



1930: Bikarmeistari

1931: Enskur meistari

1932. Annað sæti í deild og bikar

1933: Enskur meistari

1934: Enskur meistari

1935: Enskur meistari

1936: Bikarmeistari

1938: Enskur meistari



Veturinn 1932-33 reyndist þó einn sá eftirminnilegasti í sögu Arsenal. Það ár kom fyrsti meistaratitilinn, ný stúka sem tók 21 þús áhorfendur var reist á vesturhlið Higbury og Chapman hannaði nýju búningana. Þetta var þó einnig veturinn sem kallaður er enn í dag “ Walsall- veturinn”. Fáir ósigrar hafa orðið jafn fyrirferðamiklir á síðum ensku dagblaðanna en sá sem Arsenal varð fyrir gegn Walsall í 3. umferð bikarsins á Fellows Park, heimavelli Walsall. Walsall var þá 50 sætum neðar en Arsenal, lék í 3.deild. Sigur átti að vera formsatriði. Chapman hvíldi þrjá lykilmenn og þrír ungir leikmenn fengu sinn fyrsta séns með aðalliðinu. Hræðilegar aðstæður gerðu úrslit leiksins að hreinu happdrætti. Það kom snemma í ljós að liði sem myndi sýna meiri baráttuvilja myndi fara með sigur af hólmi. Walsall barðist vel og tók stjörnur Arsenal gjörsamlega úr umferð. Tvö mörk í fyrri hálfleik tryggðu Walsall sigurinn og Arsenal fóru aftur til London með skottið á milli lappanna. Þegar tveir titlar voru í höfn og sá þriðji á leiðinni dundi yfir reiðarslag. Chapman veiktist eftir að hafa eytt köldu janúarkvöldi í að skoða leikmann.



Tveim dögum seinna lést hann aðeins 56 ára að aldri. Eftirmaður hans var George Allison. Hann hélt velgengninni gangandi og undir hans stjórn varð liðið meistari 1935 og 38.

Herbert Chapman var samt sem áður maðurinn á bakvið þetta allt saman því með dugnaði, frábærum stjórnunarhæfileikum og útstjórnarsemi gerði hann Arsenal að því stórveldi sem það var orðið. Minning Chapmans lifir enn góðu lífi samanber styttuna af honum í Marble Hall á Highbury.





Herbert Chapman



Árin eftir Stríð

Árin á eftir var minningu Chapmans haldið á lofti. Liðið varð bikarmeistari 1936 en eftir það fór að halla undan fæti. Síðari heimstyrjöldin batt siðan ótímabæran enda á glæsilegasta kaflann í sögu Arsenal.

Eftir stríðið tók við endurbygging, ekki bara á leikmannahóp heldur á vellinum sjálfum. Leikvanginum fræga hafði verið lokað á meðan á stríðinu stóð og hann nýttur sem loftvarnarbyrgi. Þegar deildin hófst var liðið nánst að stíga sín fyrstu skref. Hrakspár á hrakspár ofan og allt í mínus. En nýir menn urðu til þess að hefja merki félagsins á loft á ný. Tom Whittaker fyrrum lærisveinn Chapmans var nú orðinn þjálfari og með honum starfaði Allison sem áður þjálfaði liðið. Rétt eins og við upphaf tíma Chapmans bjóst enginn við neinu af liðinu. Liðið hafði neyðst til að spila heimaleiki sína á velli erkifjandanna í Tottenham á stríðsárunum. Fyrsta árið undir stjórn þeirra félaga var liðið lengi vel í fallbaráttu en tókst að lokum að bjarga sér og endaði í 13. sæti. Veturinn 1947-48 settist Allison í helgan stein svo nú var það undir Whittaker komið að bjarga liðinu og reyna að snúa við blaðinu. Hann notaði svipaða formúlu og Chapman hafði gert nema að hann fjármagnaði ekki allt með lánum eins og Chapman. Whittaker hafði úr miklum peningum að spila því á þessum árum varð gífurleg aukning á áhorfendum sem skilaði sér svo í auknum tekjum. Hann keypti hverja stjörnuna af annari og það skilaði sér. Þetta ár vann Arsenal titilinn eftirsótta, var reyndar búið að tryggja sér hann þegar mánuður var eftir af tímabilinu. Árið eftir olli vonbrigðum en 1950 var bikarár hjá Arsenal. Whittaker þótti snjall og útsjónarsamur enda sannaði hann það hvað eftir annað að hann vissi hvað hann var að gera þegar að kaupum á leikmönnum kom. En samt sem áður tókst honum ekki að halda vélinni gangandi. Titillinn árið 1953 varð sá síðasti undir hans stjórn. Meiðsli og elli þessa magnaða framkvæmdastjóra buttu enda á hans feril hjá Arsenal. Bill Nicholson hjá Tottenham benti á áratug síðar þegar stórlið hans leystist upp að knattspyrnan gangi í hringi. “ Það sem máli skiptir er að rjúfa hringinn með því að kaupa nýja leikmenn áður en þeir sem fyrir eru verða of gamlir”. Þetta eru orð að sönnu og hafa margsannast í gengum tíðina. Margir leikmanna Whittakers höfðu sungið sitt síðasta og þrátt fyrir nær ótakmörkuð fjárráð reyndist honum erfitt að næla í stjörnur. Því varð úr að titillinn 1953 varð síðasti “stóri” titillinn í 17 ár.
Veturinn 1953-54 byrjaði illa. Alex James lést og Joe Mercer lykilmaður á miðjunni fótbrotnaði og þar með var ferli hans lokið. Whittaker reyndi þó allt hvað hann gat og keypti landsliðsmiðherjann Tommy Lawton. En allt kom fyrir ekki og Arsenal olli vonbrigðum með því að hafna í 12.sæti 1. deildar og féll út úr bikarnum í 4. umferð. Árið 1956 lést svo Tom Whittaker í starfi eins og fyrirrennari hans Chapman. Hann var aðeins 3. framkvæmdastjórinn á 30 árum. Næstu tíu ár gengdu hinsvegar fjórir stöðu framkvæmdastjóra. Jack Chryston og George Swindin stóðu sig báðir ágætlega en vantaði alltaf herslumuninn. George Eastham var næstur í röðinni og hann olli vonbrigðum og var látinn fara eftir tvö ár í starfi. Eftirmaður hans var reynslulaus framkvæmdastjóri Billy Wright að nafni. Í fjögurra ára valdatíð sinni var það merkilegasta sem hann gerði að byggja upp hið sigursæla Arsenal lið í byrjun næsta áratugar. Menn á borð við Ray Kennedy, Peter Simpson, Peter Storey, Jon Sammels og Pat Rice. Hann keypti líka framtíðarfyriliðann Frank Mclintock frá Leicester. En eftir að Arsenal lenti aðeins í 14.sæti veturinn 1965-66 ( félagið hafði ekki lent neðar í 36 ár), var hann látinn fara.





Alex James og Cliff Bastin. Tvær af fyrstu “stjörnum” Arsenal.


Tvöfaldur Sigur

Sá dagur gleymist seint á Higbury þegar Bertie Mee ( arftaki Wrights) og Arsenal risu loks undan skugga Chapmans og hans ódauðlegu hetju. Arsenal tryggði sér tvöfaldan sigur ( deild og bikar) á Wembley í maí 1971 með því að sigra Liverpool í úrslitum bikarsins. Arsenal varð þar með annað liðið til þess að sigra tvöfalt en nákvæmlega tíu árum fyrr hafði Tottenham leikið sama leikinn. Það var því skemmtileg tilviljun að til þess að tryggja sér enska meistaratitilinn þurfti Arsenal stig gegn Tottenham í sínum seinasta leik. Þetta var líka mikilvægur leikur fyrir Tottenham því tap gegn Arsenal er það versta sem þeir vita og þeir hefðu gjarnan viljað stöðva sigurgöngu Arsenal. Þetta þykir enn þann dag í dag eitt magnaðasta knattspyrnukvöld í N-London. White Hart Line var troðfullur og áhangendur fylltu nærliggjandi götur. Arsenal vann leikinn 0-1 eftir mark frá hinum 19 ára gamla Ray Kennedy.

Valdatíð Bertie Mee hófst í skugga heimstarakeppninnar 1966 sem haldinn var í Englandi. Fæstir tóku eftir því þegar hann var ráðinn en all-margir tóku eftir honum þegar liðið vann hinn sæta tvöfalda sigur 70-71. Mee hafði enga reynslu sem framkvæmdarstjóri en hafði verið sjúkraþjálfari hjá Arsenal í sex ár. Mee þótti lítillátur og þrátt fyrir að vera með knattspyrnuþjálfararéttindi frá enska knattspyrnusambandinu var hann alltaf með ungan og efnilegan þjálfara við hliðina á sér. Það fyrsta sem hann gerði var nefnilega að næla í efnilegasta þjálfara landsins. Dave Sexton hét hann og leikmenn kunnu vel að meta hugmyndir hans. Fyrsta verkefni Mees var að byggja upp aga og stolt. Sexton útskýrði fyrir leikmönnum hvernig best væri að fara að því. “ Hver einasti leikmaður í hvað stöðu sem er, þarf bæði að huga að vörn og sókn. Liðið þarfnast mikils úthalds, óeigingirni, ákveðni og liðsanda”. Leikmenn voru keyptir og má þar helst nefna George Graham og Bob Mcnab. Á vormánuðum var endurreisnin kominn vel á veg og stjórnin skynjaði að eitthvað lá í loftinu. Bertie Mee var gefinn langur samningur og Sexton ákvað að vera áfram. Á fyrsta vetri Mees hafnaði liðið í 7. sæti deildarinnar og komst í 5.umferð bikarkeppninnar. Tvo næstu vetur 1967-68 og 1968-69, komst liðið í tæri við titla í fyrsta skipti síðan meistaraárið 1953, en varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að tapa bikarúrslitaleikjum tvö ár í röð á Wembley. En einmitt þegar aðdáendur og aðrir voru að fagna því að veldi Arsenal hafði vaxið á ný dundi reiðarslag yfir.

Dave Sexton var lokkaður yfir ána og gekk til liðs við Chelsea. Eftirmaður hans var maður að nafni Don Howe. Fæstir höfðu trú á honum þegar hann byrjaði en hann átti fljólega eftir að sanna að þar var einnig snjall þjálfari áferð. Fyrsta tímabil hans sem aðstoðarmaður Mees endaði liðið í 9.sæti deildarinnar og mátti enn og aftur bíta í það súra epli að tapa úrslitaleik bikarsins á títtnefndum Wembley leikvanginum. En leiðin að tvennuni átti enn eftir að vera þyrnum stráð.

Timabilið 1969-70 var hálf undarlegt að mörgu leyti. Meðan ekkert gekk upp á heimaslóðum riðu skytturnar um héruð í Evrópu og sigruðu hvert liðið á fætur öðru.

Í Englandi var hinsvegar sem annað lið hlypi inná völlinn þegar leikur hófst. Gengið var vægast sagt slæmt. Liðið var slegið út úr FA-bikarnum eftir aukaleik við 2.deildarlið Blackburn og lenti svo um miðja deild. Þar gekk ekkert upp og gerði liðið til dæmis 18 jafntefli yfir tímabilið. Borgarkeppni Evrópu var á þessum tíma stór keppni og þar sýndi Arsenal góð tilþrif. Lið Glentoran var lagt að velli, næst komu auðveldir sigrar gegn Sporting Lissabon og í 8 liða úrslitunum var lið Dinamo Baku frá Rúmeníu einnig lagt nokkuð auðveldlega. Í undanúrslitum borgarkeppninnar var hið stjörnum prýdda lið Ajax með Johan Cruyff innanborðs tekið í bakaríið á Higbury 3-0 og svo tap 1-0 í seinni leiknum í Hollandi. Þá var komið að úrslitaleikjunum tveimur. Mótherjarnir voru Anderlecht frá Belgíu. Fyrri leikurinn tapaðist á útivelli 3-1. Seinni leikurinn fór fram fyrir troðfullum Highbury í grenjandi rigningu. Eftir æsispennandi leik þar sem Arsenal leiddi 2-0 framanaf ( 3-3 samanlagt) skoraði Jon Sammels sigurmarkið og mikill fögnuður braust út á Highbury.

Keppnistímabilið 1970-71 fór ekki vel af stað og allt gekk liðinu í óhag. Enginn lét sig í upphafi tímabilsins dreyma um að liðið mundi sigra í deildinni, hvað þá í deild og bikar eins og raunin varð! Þær gleðifréttir bárust fyrir tímabilið að Arsenal yrði gefinn séns á verja titil sinn í Borgarkeppninni þrátt fyrir að hafa ekki náð nógu góðum árangri í 1. deildinni árið áður. Einn hængur var þó á. Mótherjarnir í 1.umferð voru hið geysiöfluga lið Lazio frá Ítalíu. Fyrri leikurinn var spilaður á Ítalíu í vægast sagt óvinveittu umhverfi en 2-2 jafntefli var vel ásættanlegt. En leikurinn átti eftir að draga dilk á eftir sér. Eftir að leikmenn Arsenal yfirgáfu kvöldverðarboð sem þeim var haldið, sátu mótherjar þeirra úr Lazio fyrir þeim í nærliggjandi götu og úr urðu mikil átök. Leikmönnum Arsenal tókst þó að komast í burtu tiltölulega heilir og upp á hótel. Enn þann dag í dag þykir þetta einn svartasti bletturinn í evrópskri knattspyrnusögu.





Leikmenn Arsenal koma heim eftir að tvennan er í höfn.


Enginn læti urðu þó í kringum seinni leikinn og sigraði Arsenal hann 2-0. Í deildinni fór líka allt að ganga upp og 25 stig af 28 möguleikum komu liðinu í baráttu um meistaratign. Bikarkeppnin gekk líka vel en í Evrópukeppninni var róðurinn farinn að þyngjast. Sturm Graz frá Austurríki vannst í tveimur erfiðum leikjum og síðan var Beveren lagt að velli. Í 8-liða úrslitum féll liðið svo loks út fyrir Köln eftir 2-1 sigur á Highbury og 1-0 tap í Þýskalandi. Þjóðverjarnir komust áfram á marki á útivelli. Þetta þýddi að nú gat Arsenal einbeitt sér að baráttunni heima fyrir. Leeds var á toppnum en tap heima gegn Liverpool gaf Arsenal aukna möguleika. Þegar upp var staðið nægði Arsenal jafntefli í sínum síðasta leik gegn Tottenham á White Hart Lane til þess að tryggja sér enska meistaratitilinn. Það tókst og gott betur því Ray Kennedy skoraði sigurmarkið í leiknum og þar með var titilinn í höfn. En framundan var bikarúrslitaleikur gegn Liverpool. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og svo fór að hann var framlengdur. Í upphafi framlengingarinnar skoraði Steve Highway fyrir Liverpool. Arsenal tókst að jafna skömmu síðar eftir mark frá Eddie Kelly. Það var svo Charlie George sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok seinni hluta framlengingarinnar. Þar með náði Arsenal þeim frábæra árangri að verða aðeins annað liðið til að sigra tvöfalt.



Nýir Tímar

Tímabilið á eftir fór illa af stað. Don Howe þjálfari gekk til liðs við WBA. Þar fékk hann tækifæri til þess að standa sig sem framkvæmdastjóri en ekki bara þjálfari. Mikil eftirsjá var í Howe en Steve Burtenshaw tók sæti hans sem þjálfari. Allir biðu spenntir eftir því að sjá hvort Arsenal tækist að verja a.m.k annan titla sinna. En það gekk ekki eftir og eftir tap fyrir Sunderland í bikarnum var ljóst að þetta tímabil yrði bara vonbrigði. Reyndar gekk liðinu ágætlega í Evrópukeppni meistaraliða, komst í átta liða úrslit en féll þar út fyrir hollensku meisturunum í Ajax. Ajax sigraði svo þessa keppni enda ríkti á þessum tíma gullöld í hollenskri knattspyrnu. Eftir tímabil sem flest lið hefðu verið sátt við ríkti óánægja á Highbury. Launadeilur og umdeild kaup á Jeff Blocley voru heldur ekki til að minnka óánægjuna sem kraumaði undir niðri. Leikmenn hurfu á brott í hrönnum en Mee var ákveðinn í að byggja upp á ný sterkt lið sem gæti náð titlum til Highbury. 1973-74 var það sama uppi á teningnum. Ekkert gekk upp og liðið endaði í 10.sæti 1. deildar. Um sumarið fór fram endurskoðun á leikaðferðum liðsins. Brian Kidd var keyptur frá ManUtd en allt kom fyrir ekki. Þetta tímabil urðu aðdáendur að láta sér nægja minningarnar um fyrri frægð. Lengi vel leit þó út fyrir að liðið gerði góða hluti í bikarnum en tap gegn West Ham í 8-liða úrslitum gerði þær vonir að engu. Þegar það var afstaðið blasti við fall í 2.deild. En leikmenn börðust eins og ljón og enduðu loks í 16.sæti. Bertir Mee hafði sungið sitt síðasta. Síðasta tímabil hans með Arsenal var 1975-76. Liðið stóð á tímamótum. Hafnaði í 17.sæti, lakasti árangur síðan 1925 og féll út í fyrstu umferð bikarsins. Sumarið eftir héldu menn áfram að tínast á brott. Einhverjir komu í staðin eins og David O´Leary, kornungur bakvörður og Frank Stapelton, baráttuglaður miðjumaður. En að lokum gafst Bertie Mee upp, þoldi ekki álagið og sagði upp. Miklar vangaveltur hófust nú um það hver yrði framkvæmdastjóri. Margir voru í sigtinu en það varð svo úr að Terry Neill, fyrrum miðvörður Arsenal tók við stjórninni. Neill vissi sem var að uppbygging yrði að hefjast og það strax áður en það yrði of seint. Hann byrjaði því á að kaupa Malcolm Macdonald, stóran og sterkan framherja sem ætlað var að verða maðurinn sem skora ætti mörkin fyrir liðið. Það gekk eftir. Hann skoraði 29 mörk á sínu fyrsta tímabili með Arsenal. Leikmenn komu og fóru og liðið þótti leika skemmtilega knattspyrnu. Eftir sex tapleiki í röð náði liðið sér loks á strik og hafnað í 8.sæti deildarinnar.

Lítið gekk næstu árin á eftir og besti árangurinn var að sigra í bikarnum vorið ´77. ManUtd voru lagðir að velli í spennandi úrslitaleik. Veturinn á eftir var liðið gjarnan borið saman við hið sigursæla tvennu lið en tveir bikarúrslitaleikir (FA og Legue) án sigurs var það næsta sem liðið komst titli það árið. Þetta gat bara endað á einn veg. Terry Neill hafði mistekist að byggja upp nýtt lið og eftir fáránleg kaup og ennþá fleiri tapleiki var hann látinn fara. Eftirmaður hans var títtnendur Don Howe sem var nú kominn aftur “heim”. Hann komst að því 1987 að það er hægara sagt en gert að halda um stjórnvölinn hjá Arsenal. Reyndar var liðinu búið að ganga ágætlega í valdatíð hans en engir titlar var eitthvað sem enginn gat sætt sig við og því fór sem fór. Howe lét af störfum og við tók George nokkur Graham.



1987-2000

George Graham tók við sumarið ´87 og tók strax til við að byggja upp lið sem átti að verða nýtt stórveldi í enskri kanttspyrnu. Hann hóf að kaupa leikmenn til Highbury og má þar helst nefna Alan Smith og Steve Bould. Nigel Winterburn og Lee Dixon voru líka á þessum tíma að stíga sín fyrstu skref með aðalliði Arsenal. Michael Thomas gekk líka til liðs við liðið og átti hann eftir að reynast betri en enginn. Lítið markvert var þó að gerast hjá Arsenal fyrir utan að liðið komst í úrslitaleik Littlewoods bikarkeppninnar en tapaði þar fyrir Luton Town 3-2. En tímabilið 88-89 átti eftir að verða mun eftirminnilegra. Arsenal átti lengi framan af tímabilinu undir högg að sækja en um jólaleytið var Arsenal komið á toppinn og allt gekk í haginn. Arsenal hafði þegar mest var 12 stiga forystu á keppinauta sína frá Liverpool. En leikmenn Liverpool sáu til þess að baráttan héldist út tímabilið. Á meðan ekkert gekk upp hjá Arsenal var Liverpool á miklu skriði og þegar maí rann upp hafði Liverpool ekki aðeins náð Arsenal heldur skotist upp fyrir þá í töflunni. Þetta tímabil voru þessi tvö lið í sérflokki og spurningin var aðeins hvort þessara liða yrði meistari. Frestaður leikur sem hefði átt að vera búinn á milli Arsenal og Liverpool var settur á sem seinasti leikur tímabilsins og það varð úrslitaleikur sem seint gleymist. Liverpool hafði þrem fyrir leikinn þrem stigum meira en Arsenal og til þess að eiga möguleika varð Arsenal að sigra með a.m.k. tveim mörkum. Liverpool var búið að sigra tíu seinustu leiki sína á Anfield svo það var á brattan að sækja fyrir Arsenal. Arsenal náði forystunni með marki frá Alan Smith og þannig hélst staðan allt til loka. Aðdáendur Liverpool voru farnir að fagna þegar Michael Thomas skoraði eitt þýðingarmesta Arsenal markið frá upphafi, þegar 91mín og 22sek voru búnar af leiknum. Arsenal hafði unnið sinn fyrsta titil síðan 1970-71 og sinn níunda alls eftir eina mest spennandi lokabaráttu sem um getur. George Graham hafði tekist það. Arsenal var aftur orðið eitt besta lið Englands en næsta tímabil á eftir myndi láta reyna á hversu gott í raun liðið væri.

Graham lagði ávallt áherslu á varnarleik. Það kom því engum á óvart þegar nýr markmaður var keyptur. David Seaman kom frá QPR og reyndist hann vera einmitt sá markmaður sem liðið þurfti. Anders Limpar kom einnig til liðs við liðið ásamt Andy Linnighan til að hressa upp á sóknarleikinn. Hornsteinn hafði verið lagður að öðru eftirtektarverðu tímabili í sögu Arsenal.

Tímabilið 1990-91 var tímabil Arsenal. Þetta var tímabilið þegar liðið skoraði 74 mörk í deildinni og fékk aðeins á sig 18 og tapaði aðeins einum leik allan veturinn. En þetta var líka tímabilið þegar fyriliðinn Tony Adams var tekinn fyrir ölvunarakstur og sat inni í fjóra mánuði. Þetta var að sjálfsögðu blóðtaka fyrir liðið en þeir svöruðu með því að vinna deildina og tryggja sér þar með titilinn í 10 skiptið. Á Higbury skein sólin nú sem aldrei fyrr. En næsta tímabil á eftir ( 91-92 ) varð ekki alveg jafn eftirminnilegt. Það sem stóð upp úr voru kaupin á Ian Wright frá Crystal Palace. Hann skoraði í sínum fyrsta leik með Arsenal þar sem hann kom inná og skoraði svo þrennu í næsta leik sem var hans fyrsti heili leikur með liðinu. Hann skoraði 26 mörk þetta tímabil og varð brátt uppáhald allra á Highbury. Arsenal féll úr í bikarnum fyrir Wrexham og Graham lýsti því yfir að það hefði verið botninn á hans ferli. Liðið endaði í 4.sæti deildarinnar eftir að vera taplausir frá byrjun febrúar.

1992-93 var tímabilið þegar 1.deildin varð að “Premier Legue” eða úrvalsdeild. The North Bank, sem er ein hliðin á stúkunum á Highbury fékk andlitslyftingu og varð að “All Seater”. Mikil umræða varð þó um verkið þar sem verktakinn var sakaður um kynþáttafordóma. Þannig var að á meðan framkvæmdum stóð var reistur veggur sem lokaði alveg stúkunni og aðskildi verkamenn frá vellinum. Á þennan vegg voru máluð andlit svo útkoman varð eins og The North Bank stúkan væri troðfull á hverjum einasta leik. En einhver tók eftir því að ekki eitt einasta andlit á veggnum var svart svo einhverjir urðu fúlir. Þetta var lagað í hvelli og menn gátu einbeitt sér að boltanum. En þetta tímabil endaði ekki jafn vel og umræðan um vegginn góða. Tíunda sæti í deild varð útkoman en það var annað sem kætti aðdáendur sem og aðra. Arsenal varð fyrsta liðið í sögunni til að sigra bæði FA-bikarinn og deildarbikarinn. Báðir úrslitaleikirnir voru gegn Sheffield Wednesday og unnust báðir 2-1. En þetta urðu seinustu titlarnir sem George Graham nældi í heima fyrir. En hans seinasti titil sem stjóri hjá Arsenal vannst 1994 þegar Arsenal sigraði Parma frá Ítalíu í Evrópukeppni bikarhafa. Aðdragandinn að brotthvarfi Grahams hjá Arsenal var nokkuð langur. Tímabilið 1994-95 var ekki eins og best hefði verið á kosið. Þetta er tímabil sem aðdáendur vilja gleyma sem fyrst. Fyrir tímabilið var Arsenal þó spáð góðu gengi. Liðið hafði öðlast nokkra reynslu og þótti til alls líklegt. En annað kom á daginn. Skandalar á skandala ofan er held ég besta lýsingin á gengi liðsins jafnt innan sem utan vallar. Liðið var lengi framan af í bullandi fallbaráttu og það var ekki fyrr en undir lokin að liðið tók kipp og bjargaði sér. Endaði í 12.sæti sem var slakasti árangurinn frá 1976.

En utan vallar gekk líka allt á afturfótunum. Paul Merson, ein af stjörnum Arsenal, lýsti því yfir opinberlega að hann væri háður bæði áfengi og fjárhættuspili og hefði þar að auki notað kókaín í þó nokkrun tíma. Stjórinn sjálfur var þó í mestum vandræðunum. Eftir að sú saga hafði gengið í nokkurn tíma að mútur hefðu komið nálægt kaupunum á John Jensen og Pal Lydersen lét stjórn enska knattspyrnusambandsins rannsaka málið. Út frá því játaði George Graham í febrúar 1995 að hafa greitt umboðsmanni þeirra undir borðið. Hann var rekinn frá Arsenal og bannaður frá knattspyrnu í eitt ár af knattspyrnusambandinu. Þetta var því ömurlegt ár. Liðið féll út úr bikarnum fyrir Milwall og tapaði fyrir Liverpool í deildarbikarnum. Lengi vel leit þó út fyrir að vel mundi ganga að verja Evrópubikarinn frá árinu á undan. Liðið komst alla leið í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Real Zaragoza með marki á lokasekúndum framlengingar. Nýr framkvæmdastjóri tók við. Bruce Rioch hét hann og hans fyrsta verk var að næla í Dennis Bergkamp og David Platt. Menn vissu að þetta ár yrði ár uppbygginar en vonuðu þó að tölfræðin yrði liðinu hliðholl þetta árið. Síðan 1986 hafði liðið nefnilega ekki leikið lengur en tvö tímabil án þess að vinna ekki einhverja titla. Á þessum tímapunkti var þó ljóst að breytinga var þörf. Þær létu ekki á sér standa. Fyrir utan kaupin á Platt og Bergkamp hættu Alan Smith og Paul Davis, lykilmenn fyrri ára. Rioch breytti leikstílnum töluvert. Hann vildi stutt spil en ekki langar sendingar eins og höfðu lengi tíðkast fram að þessu. Þetta gekk vel og illa til skiptis. Enn vantaði stöðugleika í liðið. En þegar Ian Wright og Dennis Bergkamp fundu hvorn annan fór allt að ganga upp. Liðið sat lengi vel í þriðja sæti og virtist til alls líklegt. En meiðsli hjá lykilmönnum á borð við Wright. Bergkamp, Adams og Steve Bould settu strik í reikningin. Liðið féll niður í fimmta sæti en lengra féll það ekki þökk sé óþekktum leikmanni Martin Keown að nafni. Hann tók stöðu miðvarðar í fjarveru Bould og Adams og eftir það átti Bould varla afturkvæmt í liðið. Liðið endaði í fimmta sæti og tryggði sér þar með þátttökurétt í UEFA-bikarnum næsta tímabil á eftir. En engir titlar unnust þetta árið og Rioch ætlaði sér stóra hluti. En hann gerði ekki mikið um sumarið. Engin stór kaup eins og allir hefðu beðið eftir fyrir utan kaupin á Viera og Remi Garde. En það var ekki nóg. Fólk vildi fá stjörnur og síðast en ekki síst titla. Þetta ásamt orðrómi um að Rioch og stjórnarformaður Arsenal, David Dein, væru ekki sammál um neitt varð loks til þess að honum var sagt upp fimm dögum fyrir upphaf tímabilsins 96-97. Enn og aftur stóð liðið á tímamótum.

Pat Rice og Stewart Houston, þjálfarar hjá liðinu tóku tímabundið við stjórn liðsins og enginn bjóst við neinum árangri. Ný