Dómarinn sem kemst ekki á HM.
Þýska dómaranun Markus Merk sem dæmdi leik Manchester United og Deportivo La Coruna, þar sem David Beckham fótbrotnaði, gæti orðið meinað að dæma á HM. Ástæðan er sú að Sepp Blatter forseti FIFA gagnrýnir hann vegna þess að hann telur að Merk hafi átt að gefa Aldo Dusher rautt spjald fyrir brotið. Blatter segir að brot Dusher hafi verið árás en ekki tækling og fyrir svona árás á að refsa með rauðu spjaldi. Ef Merk hafi ekki séð það ætti hann að snúa sér að öðru. Við þetta er svo að bæta að Sven Goran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga segist ætla að taka Beckham með á HM, jafnvel þótt hann verði ekki kominn í form fyrir mótið. Hann segir hann einn besta knattspyrnumann heims og ef einhver smá möguleiki er fyrir því að hann leiki með liðinu, þá fer hann með.