Nú eru mínir menn búnir að tryggja sér meistaradeildarsæti og Bobby Robson byrjaður að skoða menn til að styrkja hópinn sinn.

Menn eins Distin Frakkinn sem er í láni frá Paris St.German, Distin er búinn að vera fastamaður í Newcastle liðinu, Hann getur bæði leikið left back og central defender.Talið er að hann verði keyptur til Newcastle fyrir £3,3milljónir þrátt fyrir áhuga félaga eins og Liverpool og Olympiakos,en Newcastle hefur forkaupsrétt á honum.

Síðan á að kaupa Tékkneska Markmanninn Pavel Srnicek. En kappinn sem leikur fyrir Ítalska félagið Brescia lék á árunum 1991 -1998 fyrir Newcastle. Srnicek er víst mjög áhugasamur að koma til Newcastle sem þriðji markmaður.

Brett Emerton hinn 23-ára Ástralski miðjumaður hjá Hollenska félaginu er á leið til Englands og þar keppast lið eins og Newcastle, Leeds og Liverpool um að kaupa strákinn. 99% líkur eru á því að hann fari í £10milljóna transfer þar sem hann á aðeins 2 ár eftir samningi sínu

Wesley Sonck er undir smásjánni hjá Newcastle,Inter Milan, Atletico Madrid, Schalke og Hertha Berlin. En hann hefur dúndrað inn 28 mörkum í jafn mörgum leikjum fyrir félagið sitt Racing Genk.