City ætlar sér Effenberg
Manchester City ætlar sér að fanga Steffen Effenberg í sumar en þá verður hann á lausu. Talið er að Effenberg fari til Manchester þegar keppni lýkur í Bundesligunni til að skrifa undir tveggja ára samning sem færi honum tvær milljónir punda. Fulham og Spurs hafa einnig verið orðuð við leikstjórnandann en langlíklegast er að Kevin Keegan fái hann í sínar raðir. Keegan mun svo ganga frá samningi við Peter Schmeichel í vikunni og því má segja að ellismellirnir verði nokkuð áberandi á Maine Road á næsta tímabili. “Verk mitt er að fá þrjá til fjóra menn til að styrkja liðið og þetta verða toppmenn,” sagði Keegan.

boltinn.is


city er að reyna að fá fullt af reynslu boltum.Kevin
Keagan stefnir á evrópu sæti þeir gætu alveg náð því þeir eru með mannskap til þess þeir eru búnir að bæta met í að skora mörg á leiktíðinni.Þeir geta ekki haldið sér uppi ef þeir spila eins og á síðustu leiktíð