Það varð ljóst í gær að Þróttur leikur til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Liðið vann Val, 3-2, á gervigrasvellinum í Laugardal. Þróttur leikur til úrslita við annað hvort Fram eða KR sem berjast um sigurinn í B-riðli Reykjavíkurmótsins. Brynjar Sævarsson skoraði tvö mörk fyrir Þróttara gegn Val og Hans Sævarsson eitt, en fyrir Val skoruðu Elvar L. Guðjónsson, Sigurbjörn Hreiðarsson.

Í hinum riðlinum vann Fram lið Fjölnis 6-0, þar sem Þorbjörn Atli Sveinsson skoraði tvö mörk fyrir Fram, og þeir Andri Freyr Ottósson, Ómar Hákonarson og Viðar Guðjónsson skoruðu eitt mark hvor auk þess sem leikmenn Fjölnis gerðu eitt sjálfsmark.

A-riðill:
Mán 29.Apríl: 18:30 Léttir - Valur (Gervigrasið Laugardal)
Mán 29.Apríl: 20:30 Leiknir R. - Fylkir (Gervigrasið Laugardal)

STAÐAN (Leikir - Stig)
1. Þróttur R. (4 - 12)
2. Fylkir (3 - 6)
3. Valur (3 - 3)
4. Leiknir R. (3 - 3)
5. Léttir (3 - 0)



B-riðill:
Mán 29.Apríl: 18:30 Víkingur - ÍR (Grafarvogshöllin)
Mán 29.Apríl: 20:30 KR - Fram (Grafarvogshöllin)

STAÐAN (Leikir - Stig)
1. Fram (3 - 9)
2. KR (3 - 9)
3. Víkingur R. (3 - 3)
4. ÍR (3 - 1)
5. Fjölnir (4 - 1)



Úrslit:
Föst 10.Maí: Þróttur - KR/Fram (Gervigrasið Laugardal)