Yorke á leiðinni til Rovers Graeme Souness er nú sagður ætla að kaupa Dwight Yorke af Manchester United. Blackburn er tilbúið að bjóða 4 milljónir punda í framherjann og ef af verður munu þeir Yorke og Andy Cole leika saman á ný í framlínu Rovers en þeir urðu Evrópumeistarar með Man United árið 1999. Blackburn menn telja sig geta mætt launakröfum Yorke en hann hefur ekki spilað neitt með Man United að undanförnu. Til stóð að hann færi til Middlesbrough í janúar en ekkert varð af því þar sem launakröfurnar voru of miklar fyrir Boro.
boltinn.is

þeir eiga eftir að ná vel saman örugglega eða allavega vonandi fyrir mig og Roversfan þeir eiga eftir að taka evrópukeppnina á næsta á ári.En ég skil ekki hvað hann þarf að kaupa marga sóknarmaenn ég meina hann er með Jansen,Yordi,Duff,Grabbi,Cole(besti framherji í heiminum) og yorke ef hann kemur.Þeir eru að berjast um að falla ekki með Derby og Leicester þeir bara geta ekki fallið með sona góða einstakklinga í liðinu fullt af landsliðsmönnum .þetta lið sem var stórveldi fyrir nokkrum árum féll ég man ekkert eftir tímabilinu sem þeir féllu en hvað gerðis var Seharer allt liðið.