Vandræði í Skotlandi
Óhætt er að segja að allt sé komið upp í loft í skoska fótboltanum. Tíu af tólf úrvalsdeildarliðum þar hafa lýst því yfir að þau muni hætta að leika í deildinni eftir tvö ár og skilja risana Celtic og Rangers eina eftir.
Þetta eru lið Aberdeen, Livingston, Hearts, Kilmarnock, Dunfermline, Dundee, Dundee United, Hibernian, Motherwell og St Johnstone en ástæða þessa er sú að Glasgow félögin hafa hafnað tilboði um Pay-Per-View samning við sjónvarpsstöð. Ákvörðunin var tekin á fundi allra liða deildarinnar og stjórnarformaðurinn Chris Robinson hjá Hearts sagði að félögin yrðu hreinlega að grípa til aðgerða.

TÓKITA AF BOLTANUM