Reknir!
Coventry City hefur rekið stjórana Roland Nilsson og Jim Smith en þeim tóks tekki að komast liði sínu í play-off keppnina. Nilsson tók við af Gordon Strachan í september og sagði fyrr í dag að hann yrði áfram hjá félaginu á næsta tímabili þrátt fyrir að fyrsta tímabilið hefði valdið vonbrigðum. Fundað var í dag með stjórnarformanninum Mike McGinty og eftir fundinn voru Nilsson og Smith reknir. “Við skiljum óánægju stuðningsmannanna og það er þörf á breytingu án tafar,” sagði McGinty. “Þess vegna hefur stjórnin ákveðið að rifta samningum Roland Nilssons og Jim Smiths strax.”
Varaliðsþjálfarinn Trevor Peake og markmannsþjálfarinn Steve Ogrizovic sjá um liðið í síðasta leiknum gegn Burnley á sunnudaginn.