Lið helgarinnar í Serie A
Að venju leitum við í smiðju Soccerage og fáum lið helgarinnar í Serie A. Byrjum á útlendingaherdeildinni sem leikur að þessu sinni 3-4-3.
Sebastien Frey (Parma) er í markinu en hann var frábær gegn Roma sem gerði þrjú mörk en hefði getað gert helmingi fleiri ef Frey hefði ekki notið við.
Lilian Thuram (Juventus) kann ekki við sig hægra megin en var engu að síður mjög góður gegn Milan.
Rehman Rezaei (Perugia) átti mjög góðan leik gegn hinum hættulega framherja Maniero. Gott hjá Írananum.
Walter Samuel (Roma) var sami kletturinn og venjulega gegn Parma og skoraði fimmta mark sitt á tímabilinu.
Marcos Cafù (Roma) var dómínerandi á hægri kantinum og fór illa með landa sinn Junior.
Lucas Castroman (Lazio) heldur áfram að spila vel. Sigurmarkið gegn Fiorentina kann að reynast feikilega dýrmætt fyrir Lazio.
Josep Guardiola (Brescia) átti snilldarleik gegn Inter og sýndi að hann á skilið að leika í toppliði.
Vincent Candela (Roma) gerði allt sem hann langaði til gegn Parma, rétt eins og félagi hans Cafù.
Adrian Mutu (Verona) er óstöðvandi þegar hann er í rétta hamnum og hann var það gegn Udinese. Svo er það
Ronaldo (Inter) sem vann leikinn gegn Brescia með tveimur frábærum mörkum.
Javier Chevanton (Lecce) er þriðji sóknarmaðurinn. Lið hans fellur sennilega en hann gerði allt sem hann gat til að forða fallinu og setti tvö mörk gegn Chievo.

Lið heimamanna leikur að þessu sinni 3-5-2.
Matteo Guardalben (Piacenza) er í marki en hann varði tvisvar vel í óvæntum sigri á Bologna.
Daniele Bonera (Brescia) strokaði Recoba hreinlega út af vellinum og fiskaði vítið sem færði Brescia forystuna í leiknum.
Nicola Legrottaglie (Chievo) var öflugur í loftinu og skoraði líka annað mark sitt á leiktíðinni.
Vittorio Tosto (Piacenza) skoraði fyrsta mark sitt í Serie A gegn Bologna og það hefði varla getað verið fallegra.
Jonathan Bachini (Brescia) sýndi gott form sitt gegn Inter og var sífellt til vandræða á báðum vængjunum.
Davide Baiocco (Perugia) hinn hraðskreiði átti góðan leik gegn Venezia og skoraði fínt mark.
Sergio Volpi (Piacenza) átti enn einn sannfærandi leikinn og er með öflugri miðjumönnum deildarinnar.
Damiano Tommasi (Roma) virðist vera að nálgast sitt besta form og það eru góðar fréttir fyrir Trapattoni. Fínn gegn Parma.
Eusebio Di Francesco (Piacenza) var eins og flestir félagarnir feikigóður gegn Bologna og liðið vann verðskuldaðan sigur.
Frammi er Alessandro Del Piero (Juventus). Sannfærandi gegn Perugia og mjög góður gegn Milan. HM er á næsta leiti og Alex veit af því.
Marco Delvecchio (Roma) var bestur á vellinum þegar Roma vann léttan sigur á Parma. Skoraði mark og vann feikivel á vinstri vængnum.



tókita af boltanum