
—
Andri Sigþórsson skoraði fyrsta mark norsku deildarinnar en Molde og Brann mættust í fyrsta leiknum. Andri skoraði á 13. mínútu fyrir Molde en fór útaf í síðari hálfleik. Bjarni Þorsteinsson og Ólafur Stígsson komu inn á sem varamenn og skömmu síðar gulltryggði Molde sér sigurinn með öðru marki.
—
Veigar Páll Gunnarsson skoraði bæði mörk KR sem sigraði FH, 2-1, á Candela-bikarmótinu á Spáni í fyrradag. Grindavík og Fylkir gerðu 0-0 jafntefli. Grindvíkingar eru með 4 stig, FH 3, KR 3 og Fylkir 1 en lokaumferð mótsins verður leikin í dag og þá leikur Grindavík við FH og KR við Fylki.
—
Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur leik sinn gegn Ítalíu í undankeppni HM þann 8. júní á eyjunni Sardiníu, nánar tiltekið í bænum Arzachena. Þetta er lokaleikurinn í riðlinum og ræður líklega úrslitum á einn eða annan hátt fyrir bæði liðin.
—
Sigurður Sigursteinsson, leikmaður Íslandsmeistara ÍA í knattspyrnu, hefur tilkynnt Skagamönnum að hann muni ekki leika með liðinu í sumar. Hann hyggst taka sér frí frá knattspyrnuiðkun í sumar.
———————